Jorge Fonseca og Haukur Angantýsson

Minningar skákmótið um Hauk Angantýsson.

Vinaskákfélagið og Hrókurinn ætla að bjóða upp á þrjú minningar skákmót í sumar, en það eru minningarskákmót um Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýsson.

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr.

Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. Sætið og 10.000 kr. fyrir 3. Sætið.

Skipuleggjandi mótanna verður Hrafn Jökulsson, en skákstjóri verður Hörður Jónasson.

Þriðja og síðasta skákmótið verður minningarskákmót um Hauk Angantýsson og verður haldið mánudaginn 20 ágúst kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Haukur Angantýsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 2. desember 1948. Hann andaðist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi hinn 4. maí 2012.

Skákin átti lengi hug Hauks og hann náði góðum árangri á þeim vettvangi. Hann varð efstur ásamt þremur öðrum skákmönnum á Íslandsmótinu 1975, en tók ekki þátt í aukakeppni. Árið eftir varð hann skákmeistari Íslands og á Íslandsmótinu 1978 varð hann efstur ásamt Helga Ólafssyni en tapaði úrslitaeinvíginu. Hann varð skákmeistari Reykjavíkur 1978 og náði góðum árangri á Rilton Cup í Stokkhólmi 1978/79.

Árið 1979 fagnaði hann glæsilegasta sigri sínum, á World Open í Philadelphiu. Hann varð efstur með 8 vinninga af 10, ásamt sex stórmeisturum – Miles, Browne, Gheorghiu, Bisguier, Zuckerman og Fedorowicz. Haukur var efstur á stigum og var úrskurðaður sigurvegari á þessu fornfræga og merkilega móti. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari 1981.

Haukur, sem varð skákmeistari TR 1993, tefldi með Skákfélagi Vinjar síðustu árin og leiddi sveit félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Jafnframt tók hann þátt í fjölmörgum skákmótum á vegum Vinjar.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Þið getið skráð ykkur á mótið með því að klikka á dagatalið til hægri á skak.is síðunni og farið í skráningarformið til að skrá ykkur.

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...