Björn-Sölvi-heitinn-heilsar-borgarstjóranum-Jóni-Gnarr-á-jólamóti-Vinjar-2011

Minningar skákmót um Björn Sölva 2018.

Góðan daginn.

Minningarskákmót um Björn Sölva verður haldið mánudaginn 28 maí kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Fide – meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson fæddist 26 janúar 1949 á skákdeginu sjálfum og lést á Landspítalanum þann 22. desember 2011 eftir veikindi.  Hann varð því 61 árs. Björn varð þrívegis skákmeistari Kópavogs auk þess að verða bæði Reykjavíkur- og Akureyrarmeistari. Hann keppti einnig í bréfskák, m.a. á Ólympíumóti og á heimsmóti 1990 þar sem hann sigraði. Björn varð alþjóðlegur FIDE-meistari árið 1996 og skákmeistari Sjálfsbjargar 2000.

Fide – meistarinn Björn Sölvi kom til liðs við Vinaskákfélagið 2007, en það ár tók félagið fyrst þátt í Íslandsmóti skákfélaga. Björn Sölvi var kallaður „jókerinn“ í liðinu. Við í Vinaskákfélaginu ætlum að minnast hans með skákmóti í Vin.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Skipuleggjandi verður Hrafn Jökulsson.

Skákstjóri verður Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Góð verðlaun verða í boði.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum efst á síðunni á skak.is

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

 

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...