Sissa leikur fyrsta leikinn á Meistaramóti Vinaskákfélagsins 2017

Meistaramót Vinaskákfélagsins er hafið.

Meistaramót Vinaskákfélagsins hófst í kvöld 23 febrúar í Vin. Mættir voru 11 galvaskir skákmenn til að reyna með sér hverjir væru bestir. Þó voru nokkrir sem tóku þessu með jafnaðargeði og byrjuðu á því að leggja sig í sófann, samanbr. Vigfús Vigfússon. En að öllu ganni slepptu, þá voru sumir á því að erfitt mundi reynast að sigra Forseta Vinaskákfélagsins Don Roberto, eins og margir af hans vinum kalla hann. Enda fór það svo eftir kvöldið að Don, Róbert Lagerman er efstur með 3 vinninga eftir fyrstu 3 skákirnar.

En byrjum á byrjuninni. Varaforsetinn Hörður Jónasson bauð alla velkomna á þetta skemmtilega atskákmót. Hann tók sérstaklega fram að keppendur gætu fengið sér kaffi og kleinur og fleira meðlæti. Þetta verður 3 kvölda mót og næsta kvöld verður í Hlutverkasetrinu, Borgartúni 1, þann 9 mars. Forseti og Varaforseti gáfu í skyn að á síðasta kvöldinu þann 16 mars, yrði flott kaka handa keppendum.

Don Roberto sá um að para og á fyrsta borði tefldu Aðalsteinn gegn sjálfum Don Roberto. Sissa Gests starfsmaður í Vin sá um kaffiveitingar og lék fyrsta leikinn fyrir Aðalstein.

Staðan eftir 3 umf., er sú að Róbert Lagerman er efstur með 3 vinninga, Vigfús Vigfússon með 2 ½ vinning og Kjartan Ingvarsson með 2 vinninga ásamt fleirum. Í næstu umf. tefla saman Róbert Lagerman og Vigfús Vigfússon.

Hægt er að sjá úrslit á http://chess-results.com/tnr260686.aspx?lan=1

x

Við mælum með

Heimsókn á leiði Hrafns Jökulssonar 31 júlí 2024.

 Í dag fórum við Róbert Lagerman í heimsókn á Sólarlandið þar sem Hrafn Jökulsson hvílir. ...