Meistaramót Vinaskákfélagsins í atskák verður haldið 23 febrúar, 9 mars og 16 mars.
Ákveðið er að hafa skákmótið á 3 stöðum ef húsrúm leyfir. Þetta verður árlegt skákmót.
- 23. Febrúar verður það haldið í Vin Hverfisgötu 47.
- 09. Mars verður það í Hlutverkasetrið Borgartúni 1.
- 16. Mars verður það annaðhvort í Vin eða í Skáksambandinu / Skákskólanum í Faxafeni. Keppendum verður tilkynnt um það síðar.
Skákmótið verður 8 umferðir. 3 skákir á kvöldi, nema síðasta kvöldið þá verða tefldar 2 skákir og verðlaunaafhending að þeim loknum. Tímamörkin eru 15 mín. + 10 sek. uppbótartími á leik. Mótið er reiknað til atskákstiga. Mótið hefst kl. 19:30. Þetta verður opið skákmót fyrir alla.
Verðlaun:
- 1. sætið eignarbikar + gullpeningur. Einnig verðum við með farandbikar en þetta skákmót verður síðan árlegt.
- 2. sætið silfurpeningur.
- 3. sætið bronzepeningur.
- Einnig ætlar einn félagi í Vinaskákfélaginu að gefa andlitsteikningar af frægum skákmönnum.
Veitingar: Kaffi og kökur verða á skákstað.
Þátttökugjald á mótið er að félagsmenn greiði 500 kr., en 2.000 kr. fyrir aðra.
Ath. að Hollvinir Vinaskákfélagsins fá frítt á skákmótið.
Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum efst á síðunni á skak.is