Magnús Garðarsson vann Vetrarskákmót Vinaskákfélagsins.

Vetrarskákmót Vinaskákfélagsins fór fram mánudaginn 30 nóvember á chess.com.

Tefldar voru 4 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkunni.

9 manns mættu til leiks.

Magnús Garðarsson sigraði mótið, en hann varð hærri á stigum en Halldór Ingi Kárason, en báðir fengu 3,5 vinninga af 4.

Einnig var hörð barátta um 3 sætið en Elsa María og Geir Ómarsson Waage voru bæði með 3 vinninga en Elsa María var hærri á stigum.

Sigurvegarar voru:

1 sæti. Magnús Garðarsson. MagnusGardarsson með 3,5 vinninga og 7,5 stig.

2 sæti. Halldór Ingi Kárason. Volleychess með 3,5 vinninga og 6,5 stig.

3 sæti. Elsa María Kristínardóttir. elsamaria89 með 3 vinninga.

Sjá úrslit: Vetrarskákmót Vinaskákfélagsins

Næsta mót verður svo næsta mánudaginn 7 desember, en þá verður haldið Jólaskákmót Vinaskákfélagsins. Glæsileg verðlaun verða þá í boði.

Kveðja, Hörður Jónasson

Varaforseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...