Stjórn Vinaskákfélagsins leggur til þessar breytingar á lögum félagsins.
Grein 19.
Greinin er svona í dag:
19. grein.
Reglur um Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson.
- Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hrafns Jökulssonar
- Stofnfé sjóðsins er 100.000 kr.
- Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum kann að áskotnast, gjafir og áheit sem sjóðnum kunna að berast, og tekjur sem stjórn sjóðsins kann að afla honum á annan hátt.
- Tilgangur sjóðsins er að styrkja Skákverkefni í nafni Hrafn Jökulssonar, s.s. skákmót, skákkennslu, skákferðir.
- Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar minningarsjóðsins er tvö ár. Einfaldur meirihluti ræður ákvörðunum innan sjóðsstjórnar.
- Stjórn sjóðsins ber að upplýsa stjórn Vinaskákfélagsins um upphæð hverju sinni sem greitt er út af sjóðnum. Þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni, ber að tilkynna til stjórnar Vinaskákfélagsins.
- Reikningar sjóðsins skulu birtir árlega á aðalfundi Vinaskákfélagsins.
- Reikningur sjóðsins er í umsjá Vinaskákfélagsins.
Breyting á liði 2 á 19 gr. sem hljóðar þannig:
Stofnfé sjóðsins er 500.000 kr. Stofnfé skal vera geymt á sér reikningi og má sjóðsstjórnin ekki ráðstafa þeirri upphæð, þó má sjóðsstjórnin nota vexti sem kemur af þessari upphæð. Breyting á þessari upphæð má aðeins gera á Aðalfundi Vinaskákfélagsins.
Greinin eftir breytingu:
19. grein.
Reglur um Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson.
- Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hrafns Jökulssonar
- Stofnfé sjóðsins er 500.000 kr. Stofnfé skal vera geymt á sér reikningi og má sjóðsstjórnin ekki ráðstafa þeirri upphæð, þó má sjóðsstjórnin nota vexti sem kemur af þessari upphæð. Breyting á þessari upphæð má aðeins gera á Aðalfundi Vinaskákfélagsins.
- Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum kann að áskotnast, gjafir og áheit sem sjóðnum kunna að berast, og tekjur sem stjórn sjóðsins kann að afla honum á annan hátt.
- Tilgangur sjóðsins er að styrkja Skákverkefni í nafni Hrafn Jökulssonar, s.s. skákmót, skákkennslu, skákferðir.
- Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar minningarsjóðsins er tvö ár. Einfaldur meirihluti ræður ákvörðunum innan sjóðsstjórnar.
- Stjórn sjóðsins ber að upplýsa stjórn Vinaskákfélagsins um upphæð hverju sinni sem greitt er út af sjóðnum. Þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni, ber að tilkynna til stjórnar Vinaskákfélagsins.
- Reikningar sjóðsins skulu birtir árlega á aðalfundi Vinaskákfélagsins.
- Reikningur sjóðsins er í umsjá Vinaskákfélagsins.
Grein 20.
Greinin er svona í dag:
20. grein.
Úthlutunarreglur úr Minningarsjóði um Hrafn Jökulsson.
- Stjórn sjóðsins sem skipaður er 3 mönnum og einn af þeim er Gjaldkeri Vinaskákfélagsins sér um að ákveða hver fær styrkinn það árið.
- Stjórnin ákveði hámarks upphæð sem hægt er að sækja um í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og greitt er út af sjóðnum. Þetta á við um umsóknir í Minningarsjóðinn, en ekki þau verkefni sem nefndin ákveður að Vinaskákfélagið gerir.
- Auglýst verður eftir umsóknum 1. júlí ár hvert og frestur til að sækja um greiðslu úr sjóðnum rennur út eigi síðar en 1. september. Úthlutanir fara fram 1. nóvember – á afmælisdegi Hrafns Jökulssonar.
- Reglur um úthlutun er að styrkir fari í “skákverkefni”.
- Þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum, verða að tilgreina í hvað styrkurinn eigi að fara.
- Áður en hægt er að sækja um styrk aftur, verða styrkþegar að skila greinagerð þar sem þeir segja í hvað styrkurinn hafi farið.
Breytingingar á 3 og 4 lið 20 greinar laga:
Liður 3 breytist þannig:
Auglýst verður eftir umsóknum 1. júlí ár hvert og frestur til að sækja um greiðslu úr sjóðnum rennur út eigi síðar en 1. september. Úthlutanir fari fram eigi síðar en 15 september.
Liður 4 breytist þannig:
Reglur um úthlutun fari eftir 19 grein laga, 4 lið.
Nýr liður sem verður liður 4 og aðrir liðir færast niður.
Þrátt fyrir það sem stendur í lið 3, getur stjórn Minningarsjóðsins ákveðið að ekki verði auglýst eftir umsóknum um styrki það árið.
Greinin eftir breytingu:
20. grein.
Úthlutunarreglur úr Minningarsjóði um Hrafn Jökulsson.
- Stjórn sjóðsins sem skipaður er 3 mönnum og einn af þeim er Gjaldkeri Vinaskákfélagsins sér um að ákveða hver fær styrkinn það árið.
- Stjórnin ákveði hámarks upphæð sem hægt er að sækja um í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og greitt er út af sjóðnum. Þetta á við um umsóknir í Minningarsjóðinn, en ekki þau verkefni sem nefndin ákveður að Vinaskákfélagið gerir.
- Auglýst verður eftir umsóknum 1. júlí ár hvert og frestur til að sækja um greiðslu úr sjóðnum rennur út eigi síðar en 1. september. Úthlutanir fari fram eigi síðar en 15 september.
- Þrátt fyrir það sem stendur í lið 3, getur stjórn Minningarsjóðsins ákveðið að ekki verði auglýst eftir umsóknum um styrki það árið.
- Reglur um úthlutun fari eftir 19 grein laga 4 lið.
- Þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum, verða að tilgreina í hvað styrkurinn eigi að fara.
- Áður en hægt er að sækja um styrk aftur, verða styrkþegar að skila greinagerð þar sem þeir segja í hvað styrkurinn hafi farið.
Grein 7.
Greinin er svona í dag:
7. grein.
Vinaskákfélagið skal vera með 2 bankareikninga. Annar reikningurinn er almennur rekstrarreikningur félagsins og hinn er Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson. Kosið verður 3ja manna nefnd sem sér um og ábyrgist um úthlutun úr Minningarsjóðnum. Sjá 19. grein.
Ekkert árgjald er, en aftur á móti geta meðlimir styrkt félagið með frjálsum framlögum á heimasíðu þess undir linknum „Styrktarlína“.
Greinin eftir breytingu:
7. grein.
Vinaskákfélagið skal vera með 3 bankareikninga. Einn almennan rekstrarreikning félagsins og 2 reikninga um Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar. Annar af Minningarsjóðs reikningnum er notaður í úthlutun á styrkjum eða verkefni á vegum Vinaskákfélagsins, en hinn er fastur reikningur að upphæð 500.000 kr., og má bara taka úr honum vexti og nota. Samanber liður 2 á 19 grein.
Ekkert árgjald er, en aftur á móti geta meðlimir styrkt félagið með frjálsum framlögum á heimasíðu þess undir linknum „Styrktarlína“.
Forseti Vinaskákfélagsins Hörður Jónasson leggur fram viðbót við 13 gr. Laga félagsins.
13a gr. Bráðabirgða grein til eins árs í senn.
Ef ekki næst að manna stjórnarmenn og varamenn á aðalfundi Vinaskákfélagsins geta fundarmenn samþykkt með ¾ atkvæðum að hafa aðeins 3 stjórnarmenn og 1 til 2 varamenn það tímabil. Þá verður kosið um Forseta, Varaforseta og Gjaldkera/Ritari sem er sami maðurinn og 1 til 2 varamenn. Annað sem er í 13 gr., gildir.