Vinaskákfélagið heldur sitt fyrsta skákmót í Kringlunni fimmtudaginn 9 júní kl. 16:00.
Vinaskákfélagið heldur þetta mót, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á heimasíðu Vinaskákfélagsins.
Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks.
Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.
Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín á klukkunni.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Skákstjórar verða Róbert Lagerman og Hörður Jónasson
Verðlaun á Kringluskákmótið:
1 sætið. Bikar + Gull peningur + 10.000 kr.
2 sætið. Silfur peningur + 5.000 kr.
3 sætið. Brons peningur + 2.500 kr.
Kvennaverðlaun: Gull peningur + 2.500 kr.
50 ára og eldri: Gull peningur + 2.500 kr.
65 ára og eldri: Gull peningur + 2.500 kr.
16 ára og yngri: Gull peningur + 2.500 kr.
Skráningarform er hér fyrir neðan.
Þegar skráðir skákmenn: Kringluskákmót Vinaskákfélagsins 2022
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.