Sigurvegarar á Nýársskákmótinu

Jón Torfason vann Nýársskákmótið.

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 8. Janúar 2018  í Vin að Hverfisgötu 47.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Skákstjóri var Hörður Jónasson.

Þetta var fyrsta skákmót ársins 2018 hjá Vinaskákfélaginu.

11 keppendur tók þátt í skákinni og var sérstaklega gleðilegt að Jón Torfason skyldi geta verið með.

Halldóra Pálsdóttir forstöðukona í Vin lék fyrsta leikinn á skák þeirra Róbert Lagerman og Finn Finnssonar.

Halldóra Pálsdóttir lék fyrsta leikinn

Mótið tókst vel og var glatt á hjalla.

Jón Torfason sigraði mótið með 5,5 vinninga og var hærri á stigum heldur en Róbert Lagerman sem fékk líka 5,5 vinninga og annað sætið. Þriðja sætið varð Hjálmar Sigurvaldason með 4 vinninga.

Eftir skákmótið bauð veitingastjórinn Ingi Hans upp á dýrindis vöfflur með sultu og rjóma sem keppendur skoluðu niður með kaffi. Ennfremur var reitt fram brauðterta og þakkar stjórn Vinaskákfélagið fyrir góðar veitingar.

x

Við mælum með

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið ...