Verðlaunahafar á Haustmóti Vinaskákfélagsins 2017

Jón Torfason sigraði Haustmótið!

Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið síðastliðið mánudag 2. október kl: 13, í Vin og var glatt á hjalla.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák og skákstjóri var Hörður Jónasson og var mótið reiknað til hraðskákstiga. Mótið var að þessu sinni fámennt en góðmennt, en 9 skákmenn tóku þátt.

Jón Torfason kom sá og sigraði mótið með 5 vinninga af 6 möguleika. Gaman að sjá hann aftur við skákborðið eftir nokkurt hlé.  🙂

Í öðru sæti varð Tómas Ponzi nýr meðlimur Vinaskákfélagsins með 5 vinninga einnig en með færri stig. Í þriðja sæti varð Jóhann Valdimarsson einnig nýr félagi Vinaskákfélagsins með 4 vinninga. Voru verðlaunahafarnir leystir út með verðlaunum.

Í hléi var boðið upp á hið landfræga vöfflukaffi sem Vin er frægt fyrir.

Sjá lokastöðuna á chess-results.

Kveðja, Hörður varaforseti.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...