Gleðileg skákjól

Jólaskákmótið á Kleppi 2023.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið miðvikudagur 13.desember kl. 13.00. Mótið fer fram í hinum eina sanna samkomusal á Kleppi. Við lofum flottri jólastemmningu , heitu jólakaffi,  girnilegu meðlæti, og glæsilegum vinningum (verðlaunapeningar og bókavinningar).

Mótið er liðakeppni ( þrír einstaklingar í liði ) Allar deildir bæði á Kleppi og á Landspítalanum, athvörf og búsetukjarnar geta tekið þátt. Ef vandræði er að smala saman í lið, þá er það engin fyrirstaða, hægt er búa til lið úr samsettum deildum, búsetukjörnum eða athvörfum, (oft eru liðin púsluð saman á mótstað)

Fyrst og fremst er að mæta, og taka jólaskapið með.

Tefldar verða 5 mínútna skákir.

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Hörð Jónasson sími 7774477 eða Róbert Lagerman sími 6969658.

Allir hjartanlega velkomnir, áhorfendur sem keppendur.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...