Hópmynd af keppendum á jólaskákmótinu á Kleppi 2019

Jólaskákmótið á Kleppi 2019.

Jólaskákmótið á Kleppi er árlegt skákmót sem Vinaskákfélagið og Hrókurinn standa að. Í ár 2019 voru 6 sveitir sem kepptu. Tímamörk voru 5 mínútur og það skal tekið fram að þetta mót er ekki skráð til Fide, enda ríkir gleði og gaman á þessu móti og reglur eru mun frjálslegri heldur en ef keppt er undir reglum Fide.

Keppnin í ár var haldin fimmtudaginn 19 desember kl. 13. Vinaskákfélagið stóð fyrir verðlaunum og kaffi og kökur sem skákmenn / konur gæddu sér á. Hrókurinn sá að vanda um bókaverðlaun og var glæsilegt úrval bóka í ár.

3 eru í hverju liði og hefur ríkt sú hefð að ef vantar í lið, þá er því reddað. Þannig að stundum er lánað skákmenn í önnur lið. Keppt er allir við alla (lið) eða 5 skákir.

Þær sveitir sem kepptu í ár voru:

Flókagata a – sveit, Flókagata b – sveit, SEG frá Kleppi, Starengi, Vinaskákfélagið X – sveit og Vinaskákfélagið Y – sveit.

Í ár voru frekar óvænt úrslit, en undanfarin ár hafa sveitir frá Vinaskákfélaginu sigrað þessa keppni, en í ár sigraði SEG frá Kleppi. Þeir sem kepptu fyrir SEG voru: 1. Borð: Gunnar Freyr Rúnarsson 2. Borð: Ágúst Örn Gíslason og 3. Borð: Rafn Jónsson. (sjá mynd).

1. verðlaun á Jólaskákmóti á Kleppi 2019

Í öðru sæti var Vinaskákfélagið X – sveit. Þeir sem kepptu fyrir Vinaskák X sveit voru: 1. Borð: Róbert Lagerman 2. Borð: Hörður Jónasson og 3. Borð: Björgvin Kristbergsson. (sjá mynd).

2. verðlaun á Jólaskákmóti á Kleppi 2019

Í þriðja sæti var svo sveit frá Starengi. Þeir sem kepptu fyrir Starengi voru: 1. Borð: Hrólfur Vladimarsson 2. Borð: Bjarki Garðarsson og 3. Borð: Guðmundur Vladimarsson. (sjá mynd).

3 verðlaun á Jólaskákmóti á Kleppi 2019

Veitt voru einnig borðaverðlaun og fyrir bestan árangur á:

1. Borði hlaut Róbert Lagerman með 4 vinninga.

2. Borð hlaut Hjálmar Sigurvaldason með 4 vinninga.

3. Borð hlaut Rafn Jónsson með fullt hús eða 5 vinninga.

Besti árangur á 1. borði.

Besti árangur á 2. borði

Besti árangur á 3. borði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dregið var í happdrætti – Aukaverðlaun sem hlaut Y – sveit Vinaskákfélagsins, en í henni voru: 1. Borð: Gauti Páll Jónsson 2. Borð: Hjálmar Sigurvaldason og 3. Borð: Embla Ásgeirsdóttir. (sjá mynd).

Aukavinningur í happdrætti á Kleppi.

Mótið var hið skemmtilegast að öllu leiti og skemmtu skákmenn / konur og áheyrendur sér vel en t.d. komu Elín Ebba Ásmundsdóttir frá Hlutaverkasetri og Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt til að fylgjast með.

Að lokum er hér Hópmynd af keppendum á Kleppi árið 2019.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...