Hópmynd af keppendum. Á myndina vantar Hrafn Jökulsson og Jóhann Bernhard.

Jólaskákmótið á Kleppi.

Hið árlega jólaskákmót á Kleppi var haldið miðvikudaginn 20 desember 2017. Í þetta sinn mættu 5 sveitir, en það eru Vinaskákfélagið og Hrókurinn sem halda mótið.

Þetta mót er gert til gamans og er úrslit ekki alsráðandi, heldur að hafa gaman. Þeir sem keppa koma frá Athvörfum, Búsetukjörnum og Geðdeildum ásamt Vinaskákfélaginu.

Flottir vinningar og rjúkandi kaffi og kökur voru á boðstólum fyrir keppendur og skein gleði og bros á andlitum þeirra.

Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipti hann mönnum í lið, en 3 voru í hverju liði. Tefldar voru 7 mínútur skákir.

2 lið voru frá Vinaskákfélaginu sem fengu nöfnin Vin X og Vin Z. Einnig voru 2 lið frá Flókagötu og voru þau skírð X og Z líka. 5. og síðasta liðið kom frá Klúbbnum Geysir. Þó það mundi vanta í lið, þá lánar Vinaskákfélagið sína menn til að fylla upp í þrjá í lið.

Þetta mót er skemmtilegasta mót ársins að mati undirritaða og líklega flestra sem tóku þátt. En að úrslitunum sjálfum.

1. sæti var Vin Z með 12 vinninga. Þeir sem tefldu fyrir þá voru:

Róbert, Hörður, Þórólfur og Hjálmar

1. Róbert Lagerman. 2. Hjálmar Sigurvaldason.  3. Hörður Jónasson. 4. Þórólfur kom svo inn síðar frá Bríetatúni og skipti Róbert út fyrir hann. Aðrir færðust upp en Þórólfur kom inn á borð 3.

2. sæti var lið frá Klúbbnum Geysir með 9,5 vinninga. Þeir sem tefldu fyrir þá voru:

Róbert (laumaði sér á myndina), Alexander og Jan Jakub. Á myndina vantar Jóhann Bernhard.

1. Jóhann Bernhard Jóhannsson (kom að láni frá Vinaskákf.) 2. Alexander. 3. Jan Jakub.

3. sæti var svo Vin X með 8,5 vinninga. Þeir sem tefldu fyrir þá voru:

Þorvaldur, Tómas og Orri. Á myndina vantar Hrafn Jökulsson

1. Hrafn Jökulsson. 2. Tómas Ponzi. 3. Þorvaldur Ingveldarson. 4. Orri Hilmarsson kom svo inn síðar frá Bríetatúni og skipti við Hrafn Jökulsson sem þurfti að fara vegna anna. Hann kom inn á 3 borð, en aðrir færðust upp.

4. sæti var svo Flókagata X með 8 vinninga og í 5. Sæti var Flókagata Z með 7 vinninga. Þeir sem tefldu fyrir Flókagötu X voru: Hrafn, Jón Gauti og Gunnar Gestsson. Fyrir Flókagötu Z tefldu á 1 borði Patrick Karcher (lánaður frá Vinaskákfélaginu), Magnús og Grétar.

Mótið allt tókst frábærlega vel og allir voru glaðir í mótslok, sérstaklega fyrir að geta unnið Skottu, en hún skellti sér í keppnina hjá okkur.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti.

x

Við mælum með

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið ...