Hörður liðstjóri við að skrá keppendur.

Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga var haldið 8-11 nóvember, Vinaskákfélagið hóf leik föstudaginn 9 nóvember. Félagið var með 2 sveitir núna, en hefur oft verið með 3 sveitir. A sveitin teflir í 2 deild og B sveitin teflir í 3 deild.

Liðstjórar voru Róbert Lagerman fyrir A sveitina og Hörður Jónasson fyrir B sveitina.

Í þessum fyrri hluta voru tefldar 4 umferðir og fóru leikar þannig:

A sveitin í 2 deild:

  1. umferð: Vinaskákfélagið – Haukar. 2,5 – 3,5 vinningar.
  2. umferð: Víkingaklúbburinn b – sveit – Vinaskákfélagið 3,5 – 2,5 vinningar.
  3. umferð: Vinaskákfélagið – BBR b – sveit. 3,5 – 2,5 vinningar.
  4. umferð: Sf. Akureyrar b – sveit – Vinaskákfélagið 4,5 – 1,5 vinningar.

Eftir fyrri hluta er A sveitin með 1 sigur og 3 töp og er í 7 sæti af 8 sveitum.

Besta skor skákmanna í A sveitinni eftir fyrri hluta er Róbert Lagerman með 3 af 4 vinningum.

Róbert að tefla við Símon

B sveitin í 3 deild:

  1. umferð: Sf. Sauðárkrókur – Vinaskákfélagið 5 – 1 vinningar.
  2. umferð: Vinaskákfélagið – TR C – sveit. 3 – 3 vinningar.
  3. umferð: Sf. Huginn C – sveit – Vinaskákfélagið 1,5 – 4,5 vinningar.
  4. umferð: Vinaskákfélagið – BBR C – sveit. 3,5 – 2,5 vinningar.

Eftir fyrri hluta er B sveitin með 2 sigra, 1 jafntefli og 1 tap og er í 5 sæti af 14 sveitum.

Besta skor skákmanna í B sveitinni eftir fyrri hluta eru Elvar Örn Hjaltason og Sigurjón Þór Friðþjófsson báðir með 2,5 af 3 vinningum.

Þess má geta að undirritaður fylgdist með skákum Sigujóns Þór og átti hann flottar skákir t.d. á móti Huginn c sveit og BBR c sveit.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið ...