A og B sveitin Vinaskak 2019

Íslandsmót skákfélaga 2019 – 2020.

Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti var haldin dagana 3 Október til 6 Október.

Vinaskákfélagið byrjaði þó ekki fyrr en á föstudeginum 4 okt.
Félagið tefldi fram 2 sveitum A og B og voru báðar í 3 deild.
Teflt var í Rimaskóla, en seinni hluti verður haldin á Hotel Selfossi í mars 2020.

Liðstjóri var Hörður Jónasson.

Þar sem bæði liðin voru í sömu deild, þá kepptu þau saman í fyrstu umferð.
Þetta er sögulegt en forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman sagðist ekki muna eftir að það hefði gerst áður.

Núna gerðist það að margir af okkar sterkari skákmönnum gátu ekki teflt þessa helgi af ýmsum ástæðum og urðu sveitirnar okkar því veikari en oft áður.
Einnig gerðist það að Róbert Lagerman (sem er okkar sterkasti skákmaður) tefldi núna með SSON.

En að fyrstu umferð. B sveitin hafði hvítt á 1. borði á móti A sveitinni.
Þeir sem kepptu voru:

B sveit.                       A sveit.

Héðinn Briem – Árni H. Kristjánsson 1-0.
Hörður Jónasson – Arnljótur Sigurðsson 0-1.
Hjálmar Sigurvaldason – Kjartan Ingvarsson 0,5-0,5
Þórður Grímsson – Grímur Grímsson 0,5-0,5
Björgvin Steingrímsson – Sigurjón Thor Friðþjófsson 0-1
No player – Aðalsteinn Thorarensen. Frír vinningur á Aðalstein.

A og B sveitin Vinaskak 2019

Á laugardaginn 5 október voru tefldar 2 skákir. A sveitin tefldi við SA öldungalið og tapaði 2-4. B sveitin tefldi við Hrókar alls fagnaðar b sveit og tapaði líka 2-4.
Seinni skákin kl. 17, þá tefldi A sveitin við Víkingaklúbbinn C sveit og gerði jafntefli 3-3. B sveitin tefldi við BBR c sveit og vann 4,5-1,5.
Á laugardaginn voru breytingar á liðunum frá því á föstudeginum en þessir tefldu fyrir okkar hönd. A – sveit:

  1. Ingi Tandri Traustason
  2. Árni H. Kristjánsson
  3. Arnljótur Sigurðsson
  4. Kjartan Ingvarsson
  5. Sigurjón Thor Friðþjófsson
  6. Aðalsteinn Thorarensen

Þessi sömu skákmenn tefldu líka á sunnudaginn.
Eftir breytingar á liðunum á föstudaginn, þá tefldu þessir fyrir B sveitina á laugardag og sunnudag:

  1. Jóhann Valdimarsson
  2. Tómas Ponzi
  3. Hörður Jónasson
  4. Hjálmar Sigurvaldason
  5. Þórður Grímsson
  6. Björgvin Steingrímsson (kl. 17 á laugardag og svo sunnudaginn). 6.borð var tómt kl.11 á laugardaginn.

Þá tefldi A sveitin við TR d sveit og gerði jafntefli 3-3. B sveitin tefldi við Víkingaklúbbinn C sveit sem A sveitin gerði jafntefli við daginn áður. Viðureignin fór 2-4 Víkingaklúbbnum í vil.

Að lokum vil ég þakka öllum sem komu að undirbúningi á skákmótinu, en þetta er eitt stærsta skákmót hvers árs, oft er talað að keppendafjöldi sé milli 300-400 manns og allt frá 6 ára til yfir 80 ára.

Að lokum er hér mynd af okkur félögum Mér og Hjálmari.

Félagarnir Hörður og Hjálmar að tefla

Kveðja Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...