A sveit Vinaskákfélagsins með Bronze verðlaun.

Íslandsmót skákfélaga 2017 – 2018. (Vinaskákfélagið)

Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti var haldin dagana 19 Október 2017 til 22 Október.

Vinaskákfélagið byrjaði þó ekki fyrr en á föstudeginum 20 okt. Félagið tefldi fram 3 sveitum þ.e. A sveit í 2 deild, B sveit í 3 deild og C sveit í 4 deild.

Liðstjórar voru Róbert Lagerman fyrir A sveitina, Hörður Jónasson fyrir B sveitina og Héðinn Briem fyrir C sveitina.

A sveitin náði að styrkja sig fyrir rimmuna í vetur og fengu til liðs við sig Þorvarð Fannar Ólafsson með rúmlega 2100 stig. Ennfremur var ætlunin að fá Þjóðverja hann Patrick Karcher líka með um 2100 stig til að keppa, en við vorum aðeins of seinir að skrá hann og eða hann kom til okkar aðeins örfáum dögum fyrir keppnina. Þá var ætlunin að láta hann keppa í seinni hluta ef hann yrði enn á landinu, en því miður var hann farinn heim viku fyrir seinni hluta. En aftur að keppninni.

Í fyrstu umferð tefldi A sveitin við Skákdeild Hauka og unnu þá með 3,5 – 2,5 vinningum. 2 umferð tefldi A sveitin við Skákfélag Reykjanesbæjar og töpuðu naumt eða 2,5 – 3,5 vinningum. Í 3 umferð þá lentum við á móti TR – C og unnum þá stórt eða 4,5 -1,5. Í 4 umferð tefldum við Skákfélag Huginn C sveit og úr varð jafntefli eða 3 – 3. A liðið var þá komin með 13,5 vinning eftir fyrri hlutann.

Þá er komið að B sveitinni sem keppti í 3 deild.

Í fyrstu umferð tefldum við Skákfélag Sauðárkrók og úr varð hörku viðureign sem endaði með jafntefli eða 3 – 3. Í 2 umferð tefldum við SR – b og fórum ílla að ráði okkar og töpuðum 2 – 4. Þess má geta að SR b lenti í 12 sæti (eða 3 neðsta sæti) og féll í 4 deild. Í 3 umferð lentum við á móti Skákfélag Siglufjarðar þannig að við vorum mikið að tefla við skákfélög norðan heiða. Þetta er hörku félag með Torfi Kristján Stefánsson á 1 borði með 2030 stig og varð það Héðinn Briem 1623 sem þurfti að kljást við hann og náði að vinna hann. Undirritaður (Hörður) var á 6 borði  og tefldi við Skarphéðinn Guðmundsson og náði ég að vinna hann. 2 jafntefli gerðum við líka, þannig að lokum varð jafn eða 3 – 3.

Í 4 umferð tefldum við Skáksamband Austurlands og náðum að merja vinning eða 3,5 – 2,5 vinninga. Þannig að eftir fyrri hluta vorum við í 9 sæti með 4 stig og 11,5 vinninga.

C sveitin okkar var í 4 deild og í fyrstu umferð tefldum við Taflfélag Garðabæjar b sveit og töpuðum 2 – 4. Þess má geta að Taflfélag Garðabær b sveit varð í 3 sæti og fór upp í 3 deild. Í 2 umferð lentum við á móti Taflfélag Vestmannaeyjar b sveit og töpuðum við 1,5 – 4,5. Í 3 umferð tefldum við Skákdeild Fjölnis unglingalið a sveit og þá kom að því að við sigruðum 4,5 – 1,5. Í 4 umferð tefldum við Skákfélag vina Laugarlæjarskóla og var það auðveldur sigur, þar sem vantaði 3 liðsmenn hjá þeim. Við unnum þessa viðureign með 5 – 1. Eftir fyrri hlutann vorum við í 9 sæti með 4 stig og 13 vinninga. 

Seinni hluti mótsins var haldið helgina 1-3 mars 2018 í Rimaskóla eins og síðast. Á liðsfundi sem var haldin miðvikudaginn 27 febrúar, sagði Forseti félagsins Róbert Lagerman að nú væri markmiðið hjá A sveitinni að ná 3 sætinu í 2 deild. Voru menn sammála að það væri gott markmið.

Vinaskákfélagið byrjaði keppnina föstudaginn 2 mars og byrjaði A sveitin á að keppa við Skákfélag Selfoss og nágrennis og úr varð jafntefli 3 – 3. Sérstaklega skal tekið fram hinu frábæra árangri sem Róbert Lagerman (1.borðs maður) náði á móti IM Yaacov Norowits (2425) en hann gerði jafntefli við hann.

A sveitin

Í 6 og næst síðustu umferð tefldi A sveitin við Hrókar alls fagnaðar sem er sterk sveit. Því miður fóru leikar þannig að við töpuðum viðureigninni 2 – 4. Þá var komið að síðustu umferð og spennan í algleymingi þ.e. um 3 sætið, en þar sem 2 fyrstu sveitirnar voru öruggar að fara upp þ.e. Skákfélag Reykjanesbæjar og TR b, þá stóð baráttan um 3 sætið milli Skákdeild Hauka og Vinaskákfélagsins.

A sveitin fylgdist grant með Haukunum en þeir tefldu við Skákfélag Reykjanesbæjar sem var sigurvegari í 2 deild og í stuttu máli þá kafsildu Reyknesingar Hauka með 5,5 – 0,5. Þetta hjálpaði okkur í Vinaskákfélaginu mikið en við tefldum við TR b sem varð í 2 sæti og með mikilli harðneskju þá náðum við jafntefli 3 – 3 og þar með var 3 sætið í höfn. Vinaskákfélagið A sveit hlaut 21,5 vinninga en Haukar 20,5 vinninga.

Glæsilegur árangur hjá okkur þó ég segi sjálfur frá.

Þá er komið að B sveitinni sem tefldi í 3 deild.

B sveitin

Á föstudeginum 2 mars tefldum við Skákdeild Huginn d  og það fór ekki vel, því við töpuðum með 1,5 – 4,5 vinningum og þar með var það orðið mjög erfitt að feta í sömu spor og A liðið til að ná 3 sætinu. Í 6 umferð tefldum við TR e sveit og tókum okkur taki og unnum 6 – 0 og tókum við gleði okkar aftur. Í síðustu umferð tefldum við aðra TR sveit en núna við d sveitina og unnum hana líka með 4,5 – 1,5 vinningum. Þegar upp var staðið þá lentum við í 5 sæti með 8 stig og 23,5 vinning.

Nokkrir úr C sveitinni

Að lokum skal ég fara yfir árangur C sveitarinnar, en á föstudeginum tefldu við Skákdeild Breiðablik og Bolungarvik og töpuðum við með 0 – 6. Þess má geta að í okkar sveit vantaði 3 skákmenn, en það gerist alltaf annað slagið þegar skákfélög eru með margar sveitir að síðasta sveitin er látin mæta afgangi. Í 6 umferð var teflt við Vikingaklúbburinn b sveit og unnum við 4 – 2 en í okkar sveit vantaði 2 en 1 hjá þeim. Var það undirritaður sem fékk frían vinning og notaði tímann til að taka nokkrar myndir á meðan aðrir tefldu. Í síðustu umferð tefldu við Hrókar alls fagnaðar b sveit og var keppiteflið að hefna fyrir að A sveitin tapaði við A sveit Hrókar alls fagnaðar, en það mistókst reyndar og töpuðum við með 2,5 – 3,5 vinningum eða minnsta mun. C sveitin lenti í miðjum hópi keppenda.

Að lokum vil ég þakka öllum sem komu að undirbúningi á skákmótinu, en þetta er eitt stærsta skákmót hvers árs, oft er talað að keppendafjöldi sé milli 300-400 manns og allt frá 6 ára til yfir 80 ára.

Sjá öll úrslit hér: chess-results.

Varaforsetinn fyrir framan bóksöluna.

Kveðja Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...