Hörður forseti og Róbert gjaldkeri Vinaskákfélagsins við bronsstyttuna um Hrafninn

Hrafninn, bronsstyttan komin á Aflagranda 40.

Í dag kom Róbert Lagerman með Hrafninn, bronsstytta um Hrafn Jökulsson á Aflagranda 40.

Þessi stytta kom frá Grænlandi sem gjöf frá skákfélagi Grænlendinga í Nuuk. Þeir létu gera þessa circa 25 kg., styttu í Englandi í minningu um Hrafn Jökulsson, en Grænlendingar héldu Minningarskákmót um Hrafn í fyrrasumar.

Styttan verður svo til sýnis á Aflagranda 40, en þar var Hrafn oft gestur og var t.d. með bókamessu þar á miðvikudögum.

Á styttuna verður áritað á hann þá sem vinna á Minningarskákmóti um Hrafn Jökulssonar s.s. verður notaður sem farandgripur.

Í fyrra 2023 var það Hjörvar Steinn Grétarsson sem vann mótið.

Við höldum svo næsta Minningarmót 1 nóvember 2024.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Heimsókn Vinaskákfélagsins í Leikskólann Dvergastein.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 26 júní 2024 í Leikskólann Dvergastein og kom færandi hendi með ...