Hörður Varaforseti

Hörður Varaforseti býður sig fram sem varamaður í Skáksambandinu.

Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að bjóða sig fram sem varamaður hjá Skáksambandinu. Hér er kynningarbréf frá honum.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem Varamaður hjá Skáksambandinu á aðalfundi þess þann 27 maí. Margir skákmenn þekkja mig nú þegar, enda hef ég tekið þátt í mörgum skákmótum síðan 2013.

Ennfremur er ég Varaforseti Vinaskákfélagsins og er að byrja mitt annað kjörtímabil í því starfi. Sem Varaforseti og formaður Almannatengslanefndar Vinaskákfélagsins, þá hef ég séð um allar auglýsingar og fréttir af Vinaskákfélaginu síðastliðið ár. 

Ég hef líka séð um að skipuleggja stjórnarfundi hjá Vinaskákfélaginu og sé um að geyma allar tölfræðiupplýsingar félagsins.

Mikil tímamót voru þegar félagið fékk sína heimasíðu og vann ég við uppsetningu á henni ásamt Tómasi Veigari.

Ég tel mig vera mjög virkur í starfi, en er að sama skapi ekki með neinar umbyltingar á starfsemi skákarinnar. Þó hef ég kvatt mig stundum til hljós þegar umræður hafa verið á grúbbunni Íslenskir skákmenn.

Skoðun mín á Reykjavík Open er sú að halda því sem opið skákmót, þó má skoða það að gera örlitlar breytingar í átt við þær sem hafa verið í Portu Mannu á Sardiníu. 

Ég tel hins vegar að Skáksambandið í samstarfi við stóru skákfélögin ættu að kanna það að halda hér alþjóðlegt áfangavænt og lokað skákmót fyrir þá sem hafa 2200 skákstig eða meira.

Með því að bjóða mig fram, þá óska ég eftir stuðingi ykkar.

Takk fyrir.

 

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...