Hörður Jónasson Forseti Vinaskákfélagsins

Hörður Jónasson kosinn Forseti Vinaskákfélagsins á aðalfundi félagsins 8 maí 2022.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn í dag 8 maí 2022 í Vin Dagsetur við Hverfisgötu 47.

Þær breytingar eru að Hörður Jónasson sem hefur verið varaforseti félagsins í 6 ár, verður forseti félagsins og lætur Róbert Lagerman af því starfi en hann hefur gengt því starfi í mörg ár. Stjórn félagsins þakkar honum fyrir, en hann verður samt áfram í stjórn félagsins.

Nýr félagi kemur inn í stjórnina, en það er Ólafur B. Thorsson sem kom nýr í félagið sl. Haust.

Skýrsla stjórnar og Ársreikningar félagsins voru samþykktir.

2 lagabreytingar voru samþykktar á greinum 3.gr. og 14.gr.

Ársreikningur félagsins og skýrsla stjórnar kemur fljóttlega inn á heimasíðu félagsins.

Kosning stjórnar fór þannig fram:

Hörður Jónasson var kjörinn forseti félagsins til 2 ára.

Varaforseti var kjörinn Tómas Ponzi til eins árs.

Gjaldkeri var kjörinn Róbert Lagerman til eins árs.

Ritari var endurkjörinn Hjálmar Sigurvaldason til eins árs.

Meðstjórnandi var kjörinn Ólafur B. Thorsson til eins árs.

Varamenn eru Jóhann Valdimarsson og Aðalsteinn Thorarensen til eins árs.

Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verði haldinn í júní.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...