Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn í dag 27 apríl 2024 á Aflagranda 40.
Á aðalfundi félagsins sem stóð frá klukkan 14-17:10 var Hörður Jónasson endurkjörinn forseti félagsins næstu 2 árin.
Skýrsla stjórnar og Ársreikningar félagsins voru samþykktir.
Einnig ársreikningur Minningarsjóðs Hrafns Jökulssonar.
Margar breytingar á lögum félagsins voru samþykktar og einnig var ný grein eða 13 grein Siðareglna samþykkt.
Ársreikningur félagsins, ársreikning Minningarsjóðs og skýrsla stjórnar eru komin inn á heimasíðu félagsins. Sjá: Uppgjör og Skýrsla stjórnar 2024. – Vinaskákfélagið (vinaskak.is)
Stjórn – Vinaskákfélagið (vinaskak.is)
Kosning stjórnar fór þannig fram:
Hörður Jónasson var kjörinn forseti félagsins til 2 ára.
Varaforseti var kjörinn Tómas Ponzi til eins árs.
Gjaldkeri var kjörinn Róbert Lagerman til eins árs.
Ritari var ekki kosinn í bili, en Róbert Lagerman sér um það á meðan.
Meðstjórnandi var kjörinn Arnljótur Sigurðsson til eins árs.
Varamenn eru Jóhann Valdimarsson og Kjartan Ingvarsson til eins árs.
Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verði haldinn í júní.
Kveðja, Hörður Jónasson forseti.