Mynd af Helga Áss ásamt Róbert Lagerman

Helgi Áss Grétarsson Stórmeistari með Fjöltefli í Vin.

Í tilefni 20 ára afmæli Vinaskákfélagsins ætlar Vinaskákfélagið að halda Fjöltefli í Vin Dagsetur mánudaginn 3 júlí, klukkan 13:00.
Vinaskákfélagið hefur fengið Helga Áss Grétarsson stórmeistara til að tefla við 6 skákmenn. Aðeins skákmenn undir 2000 skákstigum verða með. Skráning verður hér fyrir neðan. Ef fleiri bjóða sig fram, verður dregið úr hatti hverjir tefla. (Undanskilið stjórnarmenn Vinaskákfélagsins).

Hinn frægi Sæmi Rokk mun heimsækja okkur og mun leika fyrsta leikinn.

Tímamörk verða óvenjuleg eða 10 mín. + 10 sek., hjá skákmönnum en Helgi fær 20 mín. + 10 sek.
Don Roberto hinn eini sanni verður vöfflumeistari á meðan fjölteflið verður.
Allir áhorfendur eru velkomnir.
Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

 

Fjöltefli í Vin Dagsetur 3 júlí

Fjöltefli í Vin Dagsetur 3 júlí

Nafn
Nafn
First
Last
x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...