Verðlaunahafarnir á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins

Helgi Áss Grétarsson sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2023.

Í dag mánudaginn 4 desember 2023 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur.

Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni.

Mættir voru 18 skákmenn til leiks. Gaman að setja frá því að meðal skákmanna var Helgi Áss Grétarsson stórmeistari.

Eric starfsmaður Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Andri Ívarsson á móti Helga Áss.

Eric leikur fyrsta leikinn

Sigurvegari varð Helgi Áss Grétarsson með fullur húsi eða 6 vinninga

Sigurvegari mótsins. Helgi Áss.

2 sæti varð Ólafur Thorsson með 5 vinninga.

3 sæti varð Sturla Þórðarson með 4,5 vinninga.

Aukavinning hlaut Róbert Lagerman og fékk hann konfektkassa.

Í lok mótsins gæddu skákmenn sér á Kaffi og vöfflum í boði Vin Dagsetur.

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2023

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...