Grímur Atla, Hörður og Róbert

Heimsókn Vinaskákfélagsins til Geðhjálpar Borgartún 30.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 16 ágúst 2022 Geðhjálp í Borgartúni 30 og kom færandi hendi með tafl og skákklukku að gjöf. Þetta var sjötta heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu 2021 -2022.

Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni og Róbert Lagerman.

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar tók á móti gjöfinni.

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...