Þórður í Dvöl tekur á móti gjöfum

Heimsókn Vinaskákfélagsins í Dvöl Athvarf í Kópavogi.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 23 júní 2022 í Dvöl Athvarf í Kópavogi og færði þeim töfl, skákklukku og skákbók.

Þetta var fimmta heimsókn félagsins frá árinu 2020 og er áformað að heimsækja fleiri staði á árinu 2022.

Þennan dag var haldið grillhátíð í Dvöl sem Vin Dagsetur í Reykjavík, Dvöl Athvarf í Kópavogi og Lækur Athvarf í Hafnarfirði komu saman og var tilvalið að nota daginn til að gefa töflin, skákklukku og skákbók. Grillað var bæði hamborgarar og pylsur.

Tekið var vel á móti forsetanum Herði Jónassyni í Dvöl og tók Þórður Ingólfsson forstöðumaður á móti mér.

Nokkrir félagar að bíða eftir hamborgunum

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér. Nú var bætt við Dvöl Athvarf, Reynihvammi 43 í Kópavogi.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...