Vinaskákfélagið heimsótti í dag 3 mars 2021 og færði Búsetukjarnanum á Flókagötu 29-31 góða gjöf.
Félagið kom færandi hendi með töfl og skákklukkur. Þetta var önnur heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu.
Margt var um manninn, þegar Vinaskákfélags menn komu og tók forstöðukonan Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir á móti gjöfinni.
Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni, Hjálmari Siguvaldssyni og Birni Agnarsyni.
Glaðir skákmenn / heimilismenn voru viðstaddir gjöfina og nú skal tekið í skák.
Ástæða þess er sú að Vinaskákfélagið ákvað að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl og skákklukkur
til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað.
Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér.
Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í
þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.
Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.