Sigurvegarar á Vormóti Vinaskákfélagsins. Halldór Halldórsson, Eiríkur og Róbert Lagerman

Halldór Halldórsson vann Vormót Vinaskákfélagsins 2022.

Vinaskákfélagið hélt sitt fyrsta Styrktarskákmót fimmtudaginn 9. Júní í Ölveri, Glæsibær.

Mótið var glæsilegt að vanda hjá Vinaskákfélaginu og tóku 15 skákmenn þátt í mótinu.

Tefldar voru 7 umferðir með 4 + 2 mín á klukkunni og var mótið reiknað til hraðskákstiga.

Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipuleggari Hörður Jónasson.

Halldór Halldórsson skákmaður og lögfræðingur frá Logos Lögfræðistofu kom sá og sigraði með 6 vinninga af 7 mögulegum. Hann gerði aðeins jafntefli við Olaf Thorsson og Róbert Lagerman, en vann aðra.

2 sætið varð Eiríkur K. Björnsson með 5,5 vinninga og

3 sætið varð Róbert Lagerman líka með 5,5 vinninga en lægri á stigum.

Verðlaunin voru glæsileg:

1 sætið. Bikar + Gull peningur + skákbók + Blómvöndur frá Blómaverslun Kringlunnar.

2 sætið. Silfur peningur + skákbók + Blómvöndur

3 sætið. Brons peningur + skákbók + Blómvöndur.

Við í stjórn Vinaskákfélaginu viljum þakka eftirfarandi styrktaraðilum:

Landsvirkjun, Íslandsbanki, Vinnufatabúðin, Íslands Apótek, Byggt og Búið Kringlan, Gilbert úrsmiður, Tap – Technologi, Nexus, MEBA Kringlunni, Blómaverslun Kringlunnar, Skóarinn í Kringlunni, Kjúklingastaðurinn í Suðurveri, Logos lögfræðistofa, Bleksmiðjan, Kringlukráin, MICROBAR, Happahúsið Kringlunni, Búllan, Verkís og Snögg Fatahreinslun.

Einnig þakkar stjórn Vinaskákfélagið þakkar þeim Olafi Thorssyni og Hjálmari Sigurvaldasyni fyrir vel unnin störf við að safna styrktaraðilum.

Ólafur Thorsson, Hjálmar Sigurvaldason ásamt Róbert Lagerman

Sjá úrslit hér: Vormót Vinaskákfélagsins 2022

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...