Róbert Lagerman að skera afmæliskökuna

Guðmundur Kjartansson (2317) vann Helga Áss Grétarsson (2482) eftir „bráðabana“.

Afmælisskákmót Róberts Lagermans var haldið í dag 27 júlí 2020 í frábæru veðri, en þetta var sumarmót Vinaskákfélagsins þetta sumarið.

Slegið var þátttökumet á sumarmótum félagsins, en 30 manns tóku þátt. Teflar voru 6 skákir með 4 + 2 mín.

Í fyrstu umferð tefldi Helgi Grétarsson við Benedikt Þórisson og fyrsta leikinn lék sjálfboðaliði frá Englandi sem heitir Allison e4 fyrir Benedikt.

Allison leikur fyrsta leikinn.

Hörð barátta var um toppinn, sem lauk með því að 4 voru með 5 vinninga eða Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson, Róbert Lagerman og Lárus Knútsson en eftir oddastiga útreikning kom það í hlut eins og áður segir að Guðmundur og Helgi tefldu „Bráðabana“, þar sem Guðmundur hafði hvítt með 5 mínútur og Helgi svart með 4 mínútur og hefði honum nægt jafntefli, en hann féll á tíma.

Eftir að móti loknu, var boðið upp á 60 manna afmælistertu, sem skákmenn og gestir gæddu sér á.

Afmælistertan

En aftur að verðlaunum:

  1. Sæti: Guðmundur Kjartansson með 5 vinninga.
  2. Sæti: Helgi Áss Grétarsson með 5 vinninga.
  3. Sæti: Róbert Lagerman líka með 5 vinninga.

3 efstu menn á afmælismóti Róberts Lagermanns

Aukavinning eða happdrættisvinning hlaut Björgvin Kristbergsson.

Guðmundur hlaut bikar + gullpening en einnig ýmisskonar grænmeti sem einn besti grænmetisræktarinn Tómas Ponzi gaf.

Einnig var þetta mót Opna Meistararmót Vinaskákfélagsins í Hraðskák og varð Róbert Lagerman því Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2020. Keppt er um farandbikar í þessarri keppni og hlaut Róbert Lagerman hann.

Sjá úrslit á chess Result: chess-results

Að lokum vil ég þakka öllum sem komu bæði skákmönnum og starfsfólki Vinjar fyrir frábært starf.

Kveðja, Hörður Jónasson

Varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...