1 borð Róbert Lagerman

Gleðin við völd í Jólaskákmótinu á Kleppi 2024.

Hið árlega Jólaskákmót á Kleppi var haldið miðvikudaginn 11 desember kl. 13:00

Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins enda var gleðin allsráðandi.

Á mót­inu leiddu sam­an hesta sína skák­sveit­ir frá geðdeild­um, bú­setu­kjörn­um og bata­setr­um ásamt sveitum frá Vinaskákfélaginu. Fjórar sveitir kepptu um sigurinn.

Vinaskákfélagið stóð fyrir verðlaunum, einnig voru bókaverðlaun og var glæsilegt úrval bóka í ár. Bókaforlagið Skrudda útgáfa styrkti mótið með glæsilegum bókum.

Til að skákmenn yrðu ekki svangir, þá var kaffi og kökur sem skákmenn gæddu sér á.

3 eru í hverju liði og hefur ríkt sú hefð að ef vantar í lið, þá er því reddað. Þannig að stundum er lánað skákmenn í önnur lið. Keppt er allir við alla (lið) eða 3 skákir.

Þær sveitir sem kepptu í ár voru:

Vin X, Flókinn X, Flókinn Y og Starengi 6.

Eft­ir æsispenn­andi keppni sigraði lið Vin X, sem skipað voru: Róbert Lagerman, Hörður Jónassyni og Björgvin Kristbergssyni. 

Róbert, Hörður og Björgvin

Í öðru sæti var lið Starengi 6, sem skipað voru: Bjarki, Hrólfur og Guðmundi Valdimarssyni. 

Bjarki, Hrólfur og Guðmundur ásamt Herði forseta Vinaskak

Í þriðja sæti var lið Flókinn Y, sem skipað voru: Hrafn, Grétar Lárus og Pétur Jóhannesson. 

Hrafn, Grétar Lárus og Pétur ásamt Herði forseta Vinaskak

Veitt voru einnig borðaverðlaun og fyrir bestan árangur á:

  1. Borði hlaut Róbert Lagerman með 2,5 vinninga.
  2. Borð hlaut Hrólfur með 3 vinninga.
  3. Borð hlaut Björgvin Kristbergsson með 3 vinninga.

Mótið tókst með eindæmum vel og þakkar Vinaskákfélagið öllum sem komu á mótið.

Kveðja, Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins.

 

 

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...