Hið árlega Jólaskákmót á Kleppi var haldið miðvikudaginn 13 desember kl. 13:00
Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins enda var gleðin allsráðandi.
Á mótinu leiddu saman hesta sína skáksveitir frá geðdeildum, búsetukjörnum og batasetrum ásamt sveitum frá Vinaskákfélaginu. Fjórar sveitir kepptu um sigurinn.
Vinaskákfélagið stóð fyrir verðlaunum, einnig voru bókaverðlaun og var glæsilegt úrval bóka í ár. Bókaforlagið Skrudda útgáfa styrkti mótið með glæsilegum bókum.
Til að skákmenn yrðu ekki svangir, þá var kaffi og kökur sem skákmenn gæddu sér á.
3 eru í hverju liði og hefur ríkt sú hefð að ef vantar í lið, þá er því reddað. Þannig að stundum er lánað skákmenn í önnur lið. Keppt er allir við alla (lið) eða 3 skákir.
Þær sveitir sem kepptu í ár voru:
Vin, Bland, Geysir og Flókinn.
Eftir æsispennandi keppni sigraði lið Vin, sem skipað voru: Róbert Lagerman, Runólfi Ingi Ólafssyni og Björgvin Kristbergssyni.
Í öðru sæti var lið Bland, sem skipað voru: Hörður Jónasson, Alexander og Pétri Jóhannessyni.
Í þriðja sæti var lið Flókinn, sem skipað voru: Ricardo, Jón Gauti og Gunnar Gestson.
Veitt voru einnig borðaverðlaun og fyrir bestan árangur á:
- Borði hlaut Róbert Lagerman með 2,5 vinninga.
- Borð hlaut Alexander með 3 vinninga.
- Borð hlaut Björgvin Kristbersson með 3 vinninga.
Mótið tókst með eindæmum vel og þakkar Vinaskákfélagið öllum sem komu á mótið.
Kveðja, Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins.