Vinaskákfélagið er eitt skemmtilegasta skákfélag landsins.
Það hefur aðsetur í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47 í Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga.
Félagið leggur sig fram um að starfa í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar:
Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.
Þeir sem vilja gerast félagar í Vinaskákfélaginu, þurfa aðeins að kunna mannganginn og hafa áhuga á skák, samkvæmt 5 grein laga Vinaskákfélagsins. Við erum ekki með árgjöld.
Smá um hvað við erum að gera:
Á mánudögum fara félagar í Vinaskákfélaginu í samfélagshúsið á Aflagranda 40 og tefla við gesti húsins.
Félagar eru einnig með skákæfingar í Hlutverkasetrinu á þriðjudögum og í Vin Dagsetur á miðvikudögum.
Félagið hefur verið með vinsæl hraðskákmót í Vin og á Aflagranda 40.
Félagið heldur úti grúbbu á Facebook sem er bara fyrir félaga í Vinaskákfélaginu.
Þar geta félagar fylgst með fréttum af skákmótum og viðburðum á vegum félagsins.
Einnig geta meðlimir spjallað og spurt spurninga sem viðkemur félaginu.
Linkur til að skrá sig í grúbbu félagsins:
Vinaskákfélagið (Spjall, fréttir og skákmót) | Facebook
Þeir sem vilja skrá sig í félagið geta gert það hér fyrir neðan
Við í stjórninni munum svo ganga frá skráningunni hjá Skáksambandinu fyrir ykkur.
Kveðja Stjórn Vinaskákfélagsins.