Hörður frá Vinaskákfélaginu afhendir Geðhjálp viðurkenningu

Geðhjálp veitir Vinaskákfélaginu styrk.

Geðhjálp hefur í dag veitt Vinaskákfélaginu styrk að upphæð 100.000 kr. Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi að það verði haldið fjöltefli í húsnæði Geðhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verða 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geðdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stað. Engin skákmaður yfir 2000 skákstig mun tefla, þannig að þetta verða bara áhuga skákmenn sem verða þarna í fararbroddi. Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla við þau. Teflt verður með klukku og er áætlað að skákmenn hafi 15 mín, en þeir Hörður og Hjálmar 20 mín. Verðlaun verða veitt öllum sem keppa þ.e. gullverðlaunapeningur sem á stendur „ Fjöltefli á vegum Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017“. Ennfremur mun Vinaskákfélagið vera með kaffi og kökur í samvinnu við Geðhjálp. Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar fyrir sig og veitti Geðhjálp viðurkenningu sem Hollvinur félagsins 2017.

 

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...