Fjölmennt var á Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins sem var haldið á chess.com, mánudaginn 10 janúar 2022.
18 skákmenn mættu til leiks og voru tefldar 6 umferðir með 4 + 2 mín, á klukkunni.
Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid
Hart var barist, en þegar upp var staðið þá sigraði Gauti Páll Jónsson á fullu húsi.
Röð 3 efstu manna var sem hér segir:
1 sæti Gauti Páll Jónsson með 6 vinninga og fær skákbókina ” The Chess Saga of Friðrik Ólafsson”.
2 sæti varð Bragi Halldórsson með 5 vinninga og fær í verðlaun bókina sína ”Heimsbikarmót Stöðvar 2”.
3 sæti varð Lenka Ptacnikova með 4 vinninga og fær bókina ” Skákarfur Alekhine nr. 1”.
4 – 5. sæti voru Tomas Ponzi og Óskar Maggason líka með 4 vinninga en lægri á stigum en Lenka.
Auk bókarverðlauna voru Gull, Silfur og Bronze peningar.
Hægt er að sjá öll úrslit hér: Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 2022
Sigurvegarar geta sótt verðlaun sín í Vin, Hverfisgötu 47 virka daga. Kl. 12-15.
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.