Gáttin

Góðan daginn. Hér í gáttinni eru allar helstu upplýsingar um Vinaskákfélagið á einum stað.

Vinaskákfélagið var stofnað 2003 og var því 20 ára 2023. Þeir sem stofnuðu það voru Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman.

Heimilisfang félagsins er í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík.

Stjórn félagsins er hægt að sjá hér og einnig hverjir séu í hverri nefnd: Stjórnin og nefndarmenn

Mótaáætlun félagsins er hægt að sjá hér: Mótaáætlun

Úrslit móta er hægt að sjá hér: Úrslit skákmóta

Félagatal getið þið séð hér: Félagatal

Lög félagsins getið þið séð hér: Lög Vinaskákfélagsins 2024

Siðareglur félagsins eru hér: Siðareglur Vinaskákfélagsins 2024

Bókasafn félagsins getið þið séð hér: Skákbækur

Upplýsingar um Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar getið þið séð hér: Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson

Árið 2024:

Hér verður farið yfir það helsta sem gerist á árinu. Dagsetningar á skákmótum verða áfram í Mótaáætlun. Haldið verður áfram með fréttir af skákmótum og viðburðum á fréttasíðunni og forsíðunni. Verð hér með það helsta eins og áður segir.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudaginn 23 janúar kl. 19:30 í Skákskólanum í Faxafeni 12.

Friðriksmót Vinaskákfélagið 2024 var haldið laugardaginn 27 janúar kl. 14:00 á Aflagranda 40. Það er svo áætlað að halda þetta mót árlega. Allar upplýsingar um mótið hér: Friðriksmót Vinaskákfélagsins 2024

Nýjung hjá okkur er að skrá Sigurvegara á skákmótum Vinaskákfélagsins hér á Heimasíðunni. Sjá hér: Sigurvegarar á skákmótum Vinaskákfélagsins

Árshátíð félagsins var haldin miðvikudaginn 17 apríl á Steikhúsinu, Tryggvagötu 4-6.

Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 27 apríl á Aflagranda 40.

Kosnir voru: Forseti Hörður Jónasson, Varaforseti Tómas Ponzi, Gjaldkeri Róbert Lagerman, Ritari Árni H. Kristjánsson, Meðstjórnandi Arnljótur Sigurðsson. Varamenn: Jóhann Valdimarsson og Kjartan Ingvarsson.

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar var haldið mánudaginn 15 júlí í Vin Dagsetur: 65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið var haldið fimmtudaginn 17 október í Faxafeni 12 (TR húsi): Alþjóðlega geðheilbrigðismótið 2024

Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson var haldið föstudaginn 1 nóvember á Aflagranda 40: Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 2024

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur.

Jólaskákmótið á Kleppi var haldið miðvikudaginn 11 desember hjá Batamiðstöðinni á Kleppi.

Hörður og Róbert tóku á móti Hrafninn, bronsstyttu til minningar um Hrafn Jökulsson á Aflagranda 40. Áritað verður á hana þá sem vinna Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson á hverju ári. Hún verður svo til sýnis á Aflagranda 40. Sjá frétt um þetta og mynd: Hrafninn, bronsstyttan komin á Aflagranda 40

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar myndir úr skákmótum árið 2024.

Jólaskákmótið á Kleppi 2024