Fundargerð aðalfundar Vinaskákfélagsins 2020.
Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn 11 maí 2020, Faxafeni 12, 108 Reykjavík, kl: 19:00.
Mættir voru: Róbert Lagerman, Hörður Jónasson, Hjálmar Sigurvaldason og Jóhann Valdimarsson.
Dagskrá aðalfundar:
- Forseti Róbert Lagerman setur fundinn.
- Kosning fundarstjóra: Hörður Jónasson var kosinn fundarstjóri. Fundarstjóri tekur við.
- Kosning ritara: Hjálmar Sigurvaldason var kosinn ritari.
- Skýrsla stjórnar lögð fram: Hörður Jónasson varaforseti talar. Hörður fór yfir tímabilið 2019-2020 hjá Vinaskákfélaginu. Skýrsla stjórnar var samþykkt einróma.
- Reikningar lagðir fram til samþykktar. Hörður lagði fram breytingar á ársreikningi 2018 að skuldir væru 97.700 kr. Það var samþykkt. Ársreikningur fyrir árið 2019 var samþykktur einróma. Þar kom fram að hagnaður félagsins var 44.149 kr. (sjá betur á heimasíðu undir liðnum uppgjör).
- Engar lagabreytingar voru núna.
- Kosning stjórnar:
-
- Róbert Lagerman var kosinn forseti til 2 ára.
- Hörður Jónasson var kosinn varaforseti til eins árs.
- Tómas Ponzi var kosinn gjaldkeri til eins árs.
- Hjálmar Sigurvaldason var kosinn ritari til eins árs.
- Jóhann Valdimarsson var kosinn meðstjórnandi til eins árs.
- Aðalsteinn Thorarensen var kosinn varamaður 1 til eins árs.
- Arnljótur Sigurðsson var kosinn varamaður 2 til eins árs.
-
8. Önnur Mál:
- Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund verði í júní. Nánari dagsetning og staður verði ákveðið á stjórnargrúbbunni.
- Rætt var um skákmót á netinu. Vinaskákfélagið er með 2 grúbbur á chess.com, sem við getum notað til að tefla á netinu. Þetta verður rætt nánar á næsta stjórnarfundi Vinaskákfélagsins.
- Rætt var hvernig og hvenær Meistaramót Vinaskákfélagsins í Hraðskák verði haldið. Rætt var að hugsanlega gæti það verið seinni hluta júlí eða í ágúst. Það mun koma í ljós hvernig covid-19 veiran hagar sér. Ennfremur er hægt að ræða mótið á stjórnargrúbbunni og líka á næsta stjórnarfundi.
Fundi slitið.