Friðrik leikur fyrsta leikinn á Minningarskákmóti um Hrafn Jökulsson árið 2023

Friðrik Ólafsson er látinn.

Í gær mánudaginn 14 apríl fór fram útför Friðriks Ólafssonar stórmeistara í skák í Hallgrímskirkju.

Ég hef ritað smá grein um hann á facebook síðu minni, en set hana hér inn.

Grein frá 8 apríl á facebook síðu minni:

Fallinn er frá goðsögnin og skákfrömuðurinn Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák. Hann var 90 ára þegar hann lést. Við í Vinaskákfélaginu höfum kynnst honum aðallega í sambandi við Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar en hann kom á fyrsta Minningarskákmótið og lék fyrsta leikinn, ásamt fv. forseta Guðna Th. Jóhannessyni. Hann var fyrsti stórmeistari Íslands og kom skákinni hér á Íslandi á kort heimsins.

Ég votta fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning hans.

x

Við mælum með

Finnur Finnsson 90 ára!

Í dag 25 febrúar 2025 kom Vinaskákfélagið með blóm og konfekt handa afmælisbarninu sem varð ...