Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin

Heiðursfélagar Vinaskákfélagsins

Nr.NafnÁrtalAfhending
1.Róbert Lagerman202327 maí.

 

Forseti afhendir heiðursverðlaun til Róberts Lagermans

 

Nr.NafnÁrtalAfhending
2.Arnar Valgeirsson20233 júlí.

 

Forseti afhendir heiðursverðlaun til Arnars Valgeirssonar

Þakkarorð frá Arnari Valgeirssyni 3 júlí 2023.

Í dag var Helgi Áss Grétarsson með fjöltefli í Vin Dagsetur, Sæmi rokk lék fyrsta leikinn og ég var heiðraður.

Það var nú skemmtilegt því Helgi er bæði heims- og stórmeistari og èg er lèlegur.

Fyrir hönd Vinaskákfélagsins (áður Skákfèlags Vinjar) færði forsetinn hann Hörður Jónasson mér þetta fínerí.

Þetta var svona fyrir vel unnin störf en ég stóð mig svosem ágætlega við að vera forseti félagsins í nokkur ár, enda einn stofnenda og það stækkaði úr ellefu skráðum félögum í u.þ.b. hundrað á þessum árum. Svo settum við upp stórkostlega fín og eftirminnileg mót.

Þetta var nú í góðu samstarfi við annað fólk og þá helst Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman sem hér heldur á minni uppáhalds mynd í Vin sem þó er hlaðin flottri myndlist.

Hrókurinn á stærstan heiður af þessu öllu en eins og segir: „saman erum við sterkari“

Vinaskákfélagið varð nefnilega nýlega tuttugu àra.

Þau hjá Rauða krossinum stóðu þétt við bakið á okkur og í kjölfarið fór ég sem Hrókur, aðra hvora helgi á Litla Hraun að tefla, með flott fólk með. Í svona tvö ár. Svo voru Grænlandsferðirnar allar sem KALAK — Vinafélag Íslands og Grænlands heldur svo vel utan um undanfarin ár og allskyns og helling…

Vinaskákfélagið er auðvitað flottasta skákfèlagið og takk fyrir mig kæru vinir.

Já, öll fengum við vöfflur og kaffi.

 

Nr.NafnÁrtalAfhending
3.Hörður Jónasson202418 desember.

 

Gjaldkeri afhendir heiðursverðlaun til Harðar Jónassonar.

 

Þakkarorð frá Herði Jónassyni 18 desember 2024.

Í dag varð ég þess að njótandi að vera heiðraður af stjórn Vinaskákfélaginu. Ég tek auðmjúkur við þessum heiðri.

Að vera Heiðursfélagi Vinaskákfélagsins er mesti heiður sem ég get fengið hjá félaginu og þakka ég stjórninni kærlega fyrir.

Aðeins um störf mín og aðkomu mína í stjórn Vinaskákfélagsins.

Ég kom inn í félagið 2013, en það var svo um haustið 2016 sem ég kom inn í stjórn Vinaskákfélagsins. Þá um sumarið var ég beðinn að vinna við að undirbúa aðalfund félagsins sem var haldin þá um haustið. Stuttu áður komu Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson heitinn að máli við mig hvort ég vildi ekki koma inn í stjórnina og þá sem Varaforseti.

Ég gengdi því starfi svo frá 2016-2022 eða 6 ár, þegar ég var síðan kjörinn Forseti félagsins á aðalfundinum 2022 og hef verið það síðan.

Störf mín hjá félaginu eru margskonar. Ég sé um að auglýsa skákmót og er oftast að skipuleggja þau ásamt Róberti Lagerman gjaldkera félagsins. Dagskrá stjórnarfunda sé ég um og svo þegar Heimasíðan okkar www.vinaskak.is fór í loftið um mánaðarmótin janúar / febrúar 2017, þá hef ég séð um hana allar götur síðan. Ég hef einnig komið að því að stofna Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson, ásamt stjórn félagsins 26 ágúst 2023 á stjórnarfundi og er ég í stjórn Minningarsjóðsins.

Ég hef mikinn áhuga á að starfa fyrir félagið og hef reynt að gera það eins vel og ég get.

Læt þessum þakkarorðum mínum lokið með orðunum: Við erum ein fjölskylda. Vinaskákfélagið lifir!!