Skákfélag Vinjar var formlega stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni og Róbert Lagermanni. Félagið er starfrækt í Vin (Hverfisgötu 47) sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir – stofnað og rekið af Rauða krossi Íslands frá 1993. Í dag er það rekið af Reykjavíkurborg frá 2021. Taflborðum fjölgaði snarlega í stofu athvarfsins eftir að Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman og Hróksfólk ...
Lesa »Myndir úr sögu Vinaskákfélagsins
Forseti og Varaforseti kosnir í stjórn Skáksambandsins.
Í dag 27 maí var haldin aðalfundur Skáksambands Íslands. Í kjöri voru 2 frá Vinaskákfélaginu eða Forseti Róbert Lagerman og Varaforseti Hörður Jónasson. Róbert Lagerman var kjörinn í stjórn og Hörður Jónasson kjörinn í varastjórn. Róbert Lagerman hefur áður setið í stjórn Skáksambandsins, en Hörður Jónasson er nú að setjast í fyrsta sinn. Þeir sem voru kosnir í stjórn eru: ...
Lesa »Hörður Varaforseti býður sig fram sem varamaður í Skáksambandinu.
Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að bjóða sig fram sem varamaður hjá Skáksambandinu. Hér er kynningarbréf frá honum. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem Varamaður hjá Skáksambandinu á aðalfundi þess þann 27 maí. Margir skákmenn þekkja mig nú þegar, enda hef ég tekið þátt í mörgum skákmótum síðan 2013. Ennfremur er ég Varaforseti Vinaskákfélagsins og er að ...
Lesa »Aðalfundur Vinaskákfélagsins haldin þann 4 maí 2017.
Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin þann 4 maí 2017. Öll almenn aðalfundastörf voru afgreidd, eins og skýrsla stjórnar, Uppgjör reikninga félagsins og lagabreytingar. Sjálfkjörið var í flest embætti en þó dró einn varamaður sig til baka þegar áhugi kom frá öðrum í það embætti. Hér er hin nýja stjórn: Forseti: Róbert Lagerman Varaforseti: Hörður Jónasson Gjaldkeri: Héðinn Briem Ritari: Hjálmar Sigurvaldason Meðstjórnandi: ...
Lesa »Aðalfundur Vinaskákfélagsins
Aðalfundur Vinaskákfélagsins. Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn 4 maí 2017 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: Forseti setur fundinn. Kosning fundarstjóra. Skýrsla stjórnar lögð fram. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Kaffi hlé! Lagabreytingar. Kosning stjórnar. Önnur mál. Stjórnin.
Lesa »Páskaskákmót Vinaskákfélagsins.
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 3. Apríl, 2017 í Vin að Hverfisgötu 47. 10 skákmenn mættu og tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Mótið var einnig reiknað til hraðskákstiga. Í hléi var boðið upp á frábærar veitingar, vöfflur með sultu og rjóma. Einnig var á boðstólum marsepan terta að ógleymdu kaffinu. Góð verðlaun var í boði. Páskaegg ...
Lesa »Skák frá Áskorendaflokki 2017. Hörður Jónasson – Ingvar Egill Vignisson
Loading embedded chess game… Þessi skák tefldi Hörður Jónasson (1513) við Ingvar Egill Vignisson (1693) sem er félagi í Vinaskákfélaginu og var þessi skák tefld í Áskorendaflokki Íslands 2 apríl 2017. Hörður hafði hvítt og tefld var Sikileyjarvörn, Canal-Sokolsky attack og var þetta ein af hans bestu sóknarskákum, eins og hann segir sjálfur. Það eru skýringar með skákinni. Hörður vann ...
Lesa »