Kaka kvöldsins

Frábæru skemmtikvöldi Hollvina tókst vel.

Frábæru skemmtikvöldi Hollvina Vinaskákfélagsins sem haldið var fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands (Skáksambandið) í Faxafeni 12 tókst framar vonum.

Mættir voru um 15 manns og voru veitingar sem félagi okkar hann Þorvarður Fannar Ólafsson reiddi fram. Flott skreitt kaka sem á stóð Skemmtikvöld Hollvina.

Forseti félagsins og Varði að skera fyrstu sneiðina.

Dagskrá kvöldsins var þannig að Hörður Jónasson varaforseti veitti Hollvini ársins viðurkenningu, en í ár var það Tómas Veigar Sigurðarson. Því miður gat hann ekki verið viðstaddur, en viðurkenningin verður send til hans.

Varaforseti með viðurkenninguna til Tómas Veigar.

Eftir það tók Ingvar Þór Jóhannesson við og skýrði út nokkrar skákir eins og honum er einum lagið og var endað með að sýna þrautir.

Ingvar að skýra eina af skákunum sínum.

Hollvinir og aðrir gestir sem þarna voru tóku líka til óspilltra mála við að gæða sér á kökunum milli þess að þeir hlustuðu með gaumgætni á Ingvar skýra skákirnar.

Eftir þessar skáksýringar, tóku menn til við að tefla sín á milli og var kátt á hjalla. Þó menn hafi borðað fylli sína, þá var nóg afgangur og tóku sumir gesta með sér heim og eins var skilið eftir nokkrar kökur fyrir starfsmenn skáksambandins næsta dag.

Að lokum vil ég þakka fyrir þessa frábæru skemmtikvöldi.

Kveðja Hörður varaforseti.

x

Við mælum með

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið ...