Fyrsti leikurinn

Róbert Lagerman er hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2017.

Frábæru skákmóti í Vin þ.e. Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák var haldið mánudaginn 17 júlí 2017. Fjölmenni komu á mótið eða 26 tóku þátt. Keppt var bæði úti og inni og tókst mótið einstaklega vel. Starfsfólk Vinjar tók vel á móti skákmönnum með kaffi, vöfflum og eplakaka með ís. Við í Vinaskákfélaginu þökkum starfsfólki fyrir frábærar veitingar.

1. sæti.

Sigurvegari varð Ólafur Thorsson með 5,5 vinninga.

2. sæti

Í öðru sæti og efstur Vinaskákfélags manna varð Róbert Lagerman með 5 vinningar og fékk hann eignarbikar í sinn hlut. Róbert Lagerman er því hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2017.

3. sæti

Þriðji varð svo Eiríkur K. Björnsson með 4,5 vinninga.

Hópmynd

Í lokin var tekin hópmynd af þáttakendum.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...