Í dag 27 maí var haldin aðalfundur Skáksambands Íslands. Í kjöri voru 2 frá Vinaskákfélaginu eða Forseti Róbert Lagerman og Varaforseti Hörður Jónasson.
Róbert Lagerman var kjörinn í stjórn og Hörður Jónasson kjörinn í varastjórn. Róbert Lagerman hefur áður setið í stjórn Skáksambandsins, en Hörður Jónasson er nú að setjast í fyrsta sinn.
Þeir sem voru kosnir í stjórn eru:
Forseti: Gunnar Björnsson
Aðrir í stjórn:
Björn Ívar Karlsson
Róbert Lagerman
Ingibjörg Edda Birgisdóttir
Omar Salama
Þorsteinn Stefánsson
Stefán Bergsson
Varastjórn:
1. Óskar Long Einarsson
2. Hjörvar Steinn Grétarsson
3. Kristófer Gautason
4. Hörður Jónasson
Að öðrum fréttum er það að Vinaskákfélagið heldur sinn fyrsta stjórnarfund eftir aðalfund sem var haldinn 4 maí. Stjórnarfundurinn verður haldinn 12 júní á Stofunni bar að Vesturgötu 3, Reykjavík klukkan 19:30.