Vinaskákfélagið hélt sitt árlega skemmtikvöld þriðjudaginn 20 nóvember 2018. Var skemmtikvöldið haldið í Vin, Hverfisgötu 47. Undirbúningurinn og kvöldið var bæði fræðandi og skemmtilegt. Við vorum með stærðar súkkulagði tertu og svo kom Þorvarður Fannar Ólafsson með fullan kassa af bakkelsi. Fámennt var en góðmennt og skemmtu sér allir vel. Við fengum Björn Ívar Karlsson til að halda fyrirlestur um ...
Lesa »Fréttir
Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti.
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga var haldið 8-11 nóvember, Vinaskákfélagið hóf leik föstudaginn 9 nóvember. Félagið var með 2 sveitir núna, en hefur oft verið með 3 sveitir. A sveitin teflir í 2 deild og B sveitin teflir í 3 deild. Liðstjórar voru Róbert Lagerman fyrir A sveitina og Hörður Jónasson fyrir B sveitina. Í þessum fyrri hluta voru tefldar 4 ...
Lesa »Fjölmennt og skemmtilegt Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmót.
Í kvöld 10 október var haldið eitt af skemmtilegu skákmótum ársins, þegar Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið var tefld í skákhöll TR í Faxafeni. Að mótinu standa Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur og hafa þessi félög átt ánægjulegt samstarf að þessu móti í gegnum árin. Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: „Við ...
Lesa »15 ára afmælishátíð Vinaskákfélagsins.
Í dag 24 september 2018 var haldin 15 ára afmælishátíð Vinaskákfélagsins í Vin batasetur að Hverfisgötu 47. Afmælishátíðin var skipt í tvennt, annars vegar var haldið flott skákmót sem byrjaði klukkan 13 og síðan sjálft afmælið klukkan 14 með afmælissöngnum og veglegum veitingum eða tertum frá Myllunni og Sandholt. Fyrir utan skákmennina sjálfa sem voru 18, þá mættu margir gestir ...
Lesa »15 ára Afmæli Vinaskákfélagsins.
Vinaskákfélagið er 15 ára á þessu ári 2018 og í tilefni þess ætlar félagið að halda skemmtilegt skákmót mánudaginn 24 september í Vin, Hverfisgötu 47, og hefst taflið kl. 13:00. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín., á skák og skipuleggjandi er Róbert Lagerman, en skákstjóri verður Hörður Jónasson. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Vinaskákfélagið ætlar að bjóða ýmsum velunnara ...
Lesa »Guðni Pétursson sigraði á minningarmóti Hauks og tryggði sér farmiða til Grænlands!
Guðni Pétursson sigraði á minningarmóti Hauks Angantýssonar, sem haldið var á vegum Vinaskákfélagsins og Hróksins í Vin á mánudag. Þar með tryggði Guðni sér sigur í minningarmótasyrpu, sem tileinkuð var Hauki, Jorge Fonseca og Birni Sölva Sigurjónssyni, sem allir voru dyggir liðsmenn Vinaskákfélagsins. Sigurlaunin voru glæsileg: 100.000 króna gjafabréf frá Air Iceland Connect. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins og verndari Vinaskákfélagsins, ...
Lesa »Fjölmennt á Meistaramóti Stofunnar.
Stofan í samstarfi við Vinaskákfélagið héldu frábært hraðskákmót í Stofunni, Vesturgötu 3, þann 15 ágúst. Fjölmennt var eða 25 manns sem tóku þátt. Skákstjóri var Elvar Örn Hjaltason og honum til aðstoðar var Héðinn Briem. Tefldar voru 9 umferðir með 3 mín + 2 sek á klukkunni. Mótið verður reiknað til Fide hraðskákstiga. Ekkert kostaði inn. Ýmis verðlaun voru t.d. ...
Lesa »Minningar skákmótið um Hauk Angantýsson.
Vinaskákfélagið og Hrókurinn ætla að bjóða upp á þrjú minningar skákmót í sumar, en það eru minningarskákmót um Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýsson. Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 ...
Lesa »