Fréttir

Vignir Vatnar vann Crazy Culture skákmótið.

 Það var mikið fjör í dag 20 september, þegar Vinaskákfélagið hélt Crazy Culture skákmótið í Vin batasetur. Alls komu 18 skákmenn og þar af voru 6 skákmenn með yfir 2000 skákstig. Þetta er sterkasta skákmót sem Vinaskákfélagið hefur haldið um langt skeið, alla vega á þessu ári.  Þetta mót var haldið í tilefni þess að klikkaðir menningardagar voru á vegum ...

Lesa »

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2019.

Dagana 19 til 22 september verður haldið klikkuð menningardagar á vegum Reykjavíkurborgar eða Crazy culture og í tilefni þess verður haldið Crazy Culture skákmót 20 september í Vin Batasetur, Hverfisgötu 47, kl. 13:00. Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 min, á skák. Skákstjórar verða Róbert Lagerman og Hörður Jónasson Mótið verður reiknað til hraðskákstiga Fide. Flottir vinningar verða ...

Lesa »

Stefán Arnalds sigraði á haustmóti Vinaskákfélagsins.

Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 26 ágúst 2019 í Vin Batasetri og var byrjað að tefla kl: 13:00.  Mættir voru 16 skákmenn til að berjast á skákborðinu. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Yfirdómari var Róbert Lagerman en skákstjóri var Hörður Jónasson Mótið var reiknað til hraðskákstiga Fide.   Melina (sjálfboðaliði frá Argentínu) lék fyrsta leikinn fyrir ...

Lesa »

Róbert Lagerman vann sumarmótið í Hraðskák 2019 eftir „armageddon“ skák við Tómas Björnsson.

Opna Meistaramót Vinaskákfélagsins í Hraðskák var haldið mánudaginn 24. júní kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Tefldar voru 6 umferðir með 4 min + 2 sek á skák. Núverandi Hraðskákmeistari Vinaskákfélagins er Róbert Lagerman.  Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti lék fyrsta leikinn fyrir Inga Tandra á móti Tómasi Björnssyni á sumarmótinu í frábæru veðri. Sjálfboðliði í Vin sem heitir ...

Lesa »

Ný stjórn kjörin á Aðalfundi Vinaskákfélagsins 2 maí 2019.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin í Vin Batasetur, Hverfisgötu 47 þann 2 maí 2019. Venjuleg aðalfundarstörf voru og las Varaforseti upp Skýrslu stjórnar frá spannaði maí 2018 til maí 2019. Skýrsla stjórnar ásamt ársreikningi verða birt hér á heimasíðunni bráðlega. Varaforseti kom með lagabreytingu á 6 gr. og var hún samþykkt. 6 gr. hljóðar svo: Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi ...

Lesa »

Aðalfundur Vinaskákfélagsins.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn 2 maí 2019 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 1. Forseti setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Skýrsla stjórnar lögð fram. 5. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar. 8. Önnur mál. Kaffi og kaka fyrir þá sem koma. Allir velkomnir! Stjórnin.

Lesa »

Jólaskákmótið á Kleppi 2018.

Hrókurinn & Vinaskákfélagið bjóða með mikilli gleði til hins árlega jólaskákmóts á Kleppi, föstudaginn 21. desember klukkan 13. Til leiks er boðið öllum sem sækja geðdeildir, batasetur eða búsetukjarna, sem og þeim sem vilja taka þátt í skemmtilegu móti. Starfsmenn meira en velkomnir líka. Búnar verða til þriggja manna sveitir sem keppa um verðlaunapeninga og bókaverðlaun, en aðalatriðið er að ...

Lesa »

Minningarskákmót um Hauk Halldórsson.

Í dag 10 desember 2018 var haldið Minningarskákmót um okkar góða félaga Hauk Halldórssonar sem lést um aldur fram þann 7 júlí sl., aðeins 51 árs að aldri. Hann var fastagestur hér í Vin, Hverfisgötu 47. Blessuð sé minning hans. Jafnframt var þetta Jólaskákmót Vinaskákfélagsins. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mín., á skák. Þeir sem komu að skipulagningu og ...

Lesa »