Félagarnir Hörður og Hjálmar

Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins.

Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélgsins verður haldið í húsnæði Geðhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verða 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geðdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stað. Engin skákmaður yfir 2000 skákstig mun tefla, þannig að þetta verða bara áhuga skákmenn sem verða þarna í fararbroddi. Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla við þau. Teflt verður með klukku og er áætlað að skákmenn hafi 20 mín, en þeir Hörður og Hjálmar 30 mín. Verðlaun verða veitt öllum sem keppa þ.e. gullverðlaunapeningur sem á stendur „ Fjöltefli á vegum Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017“. Ennfremur mun Vinaskákfélagið vera með kaffi og kökur í samvinnu við Geðhjálp. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir.

Skráning er hjá Herði Jónassyni Sími 777-4477 og Netfang: hordurj@simnet.is

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...