Sigurvegarar mótsins, Vignir Vatnar, Þröstur, Jóhann ásamt yfirdómara Róbert Lagerman

Fjölmennt og skemmtilegt Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmót.

Í kvöld 10 október var haldið eitt af skemmtilegu skákmótum ársins, þegar Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið var tefld í skákhöll TR í Faxafeni.

Að mótinu standa Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur og hafa þessi félög átt ánægjulegt samstarf að þessu móti í gegnum árin.

Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: „Við erum ein fjölskylda.“

Þetta mót var einstaklega fjölmennt eða 49 skákmenn og konur sem tóku þátt. Yfirdómari var Róbert Lagerman og skákstjóri var Þórir Benediktsson.

Tefldar voru 9 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkunni og var mótið reiknað til hraðskákstiga.

Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða yngri. Allir verðlaunahafar voru leystir út með verðlaunapeningi auk þess sem vegleg bókaverðlaun voru veitt. Sigurvegari mótsins fékk jafnframt bikar að launum.

Yfirdómari mótsins Róbert Lagerman lék fyrsta leikinn hjá Sveinbirni Jónssyni gegn Jóhanni Hjartarsyni.

Yfirdómari Róbert Lagerman leikur 1 leikinn hjá Sveinbirni gegn Jóhann Hjartarsyni

Sigurvegari mótsins var Þröstur Þórhaldsson en hann vann með fullu húsi eða með 9 vinningum. Annar var Jóhann Hjartarson með 7,5 vinning og þriðji á stigum varð Vignir Vatnar Stefánsson með 6,5 vinning.

Efsta konan varð svo Veronika Steinunn Magnúsdóttir, efsti unglingurinn 16 ára og yngri varð einnig fyrrgreindur Vignir Vatnar og þegar átti að veita verðlaun fyrir efsta keppandann 60 ára og eldri voru nokkrir farnir og kom það í hlut Péturs Jóhannessonar að hljóta þessi verðlaun og er hann vel að þessu kominn, enda hefur hann verið einn af skákmönnunum sem hafa stundað skáklistina áratugina saman.

Skákmótið tókst einstaklega vel undir vökulu augu yfirdómara mótsins og ekki síður var vel tekið hjá skákmönnum að gæða sér á vöfflum með róma og öðru gúmmelaði hjá Birnu Halldórsdóttir, en í dagl egu tali kallað að fara í Birnu kaffi. Undirritaður vill hrósa Birnu fyrir frábæru kaffi og meðlæti eins og alltaf þegar skákmót eru.

Úrslit mótsins er hægt að sjá hér: chess-results

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...