Róbert að tafli á sumarmóti í Vin.

Fjölmenni á Vinaslag 3 hjá Vinaskákfélaginu

Fjölmennt var á Vinaslagur 3 hjá Vinaskákfélaginu mánudaginn 15 nóvember á chess.com. 14 manns tóku þátt.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mín.

Úrslit urðu þau að Róbert Lagerman vann með fullu húsi eða 6 vinninga af 6 möguleikum. Í öðru sæti var Benedikt Þórisson með 5 vinninga og í þriðja sæti var “makkarinn” username á chess.com (veit ekki hver þetta er).

Sjá úrslit hér: https://www.chess.com/tournament/live/vinaslagur-3-2733925

Verðlaun voru glæsileg:

Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.

Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.

Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efstu maður 7.500 kr. inneign hjá Skákbúðinni.

Staðan á Grand Prix stigunum eftir Vinaslag 3 er þannig að Róbert Lagerman er með 30 stig. Í öðru sæti er Davið Kjartansson með 16 stig og Veturliði Þ. Stefánsson er þriðji með 14 stig.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...