Verðlaunahafarnir á Sumargeðmóti Vinaskákfélagsins

David Kjartansson sigraði á Sumargeðmóti Vinaskákfélagsins 2021.

Glæsilegu Sumargeðmóti Vinaskákfélagsins 2021 var haldið þriðjudaginn 27 júlí.

Samhliða því var verið að afhenda fólki frá Búsetakjörnum og eða sambýlum töfl, skákklukkum og skákbókum.

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

Einnig vill stjórn félagsins þakka Braga Halldórssyni fyrir að gefa 20 skákbækur í þetta verkefni og eins í verðlaun á skákmótum félagsins.

En aftur að skákmótinu. 19 keppendur tóku þátt í þessu glæsilegu Sumargeðmóti Vinaskákfélagsins sem var haldið í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47.

Glæsileg verðlaun voru veitt og þar má nefna að Friðrik Ólafsson kom með áritaða bók sem var í verðlaun fyrir 1. sætið.

Tefldar voru 6 skákir með 4 + 2 mín., og eftir 3 umferðir var gerð hlé og fengu skákmenn að gæða sér á glæsilegu 60 manna súkkulaðitertu sem Vinaskákfélagið bauð upp á ásamt kaffi og Te.

Alisa sjálfboðaliði í Vin Dagsetur, sem er frá Ameriku lék fyrsta leikinn hjá David Kjartanssyni gegn Þorsteini Magnússyni.

Hart var barist á skákmótinu en að lokum urðu úrslit þessi:

3ja sæti varð Róbert Lagerman með 4,5 vinninga eftir harða baráttu við Benedikt Þórisson sem fékk jafn marga vinninga, en varð lægri á stigum.

2. sæti varð Ólafur B. Thorsson með 5 vinninga.

1. sæti sigraði David Kjartansson með 5,5 vinninga og fékk að launum bikar + gullverðlaunapening og bókina áritaða af Friðrik Ólafssyni ásamt peningaverðlaunum.

Sjá úrslit á mótinu hér: Sumargeðmót Vinaskákfélagsins

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...