Mynd af Forseta og Varaforseta Vinaskákfélagsins frá mótinu 2019

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2021.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 23 ágúst 21, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Þetta er í 3ja sinn sem mótið er haldið, en í fyrra var það haldið á netinu.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Skákdómari er Róbert Lagerman en mótstjóri er Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og Wöflur að hætti Inga Hans.

Verðlaun:

  1. Sæti. Bikar + gull verðlaunapeningur + skákbók.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + skákbók.
  3. Sæti. Bronze verðlaunapeningur + skákbók.

Verðlaun fyrir félaga í Vinaskákfélaginu:

  1. Sæti. Crazy Culture farandbikar + skákbók.
  2. Sæti. Skákbók.
  3. Sæti. Skákbók.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum á skak.is

Einnig getið þið skráð ykkur hér: Skráningarform

Til að sjá hverjir hafi skráð sig: Þegar skráðir keppendur

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...