Fyrsta eintakið af Tímaritinu skák 1947

Bókagjöf til Vinaskákfélagsins.

Þann 16 apríl 2018 barst Vinaskákfélaginu höfðingleg bókagjöf, en það eru margir árgangar af Tímaritinu Skák. T.d. var í því fyrsti árgangur Tímaritinu skákar árið 1947. Gjafabréfið hljóðar svo:

Gjafabréf.

Skákfélaginu í Vin eru hér með gefnir allmargir árgangar af tímaritinu Skák sem faðir okkar Róbert Gestsson átti og batt inn, en hann var mikill áhugamaður um skák.

Við vonum að félagar í Vin hafi gaman af og njóti.

Reykjavík, 13. apríl 2018

fyrir hönd okkar systra

Ingveldar, Guðnýjar og Kristínar

Svo er undirskrift Ingveldar Róbertsdóttir hér.

Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar hina höfðinglegu bókargjöf og við munum njóta þeirra sem best. Kær kveðja til þeirra systra fyrir gjöfina.

Varaforseti Vinaskákfélagsins Hörður Jónasson

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...