Mynd frá afhendingu bókagjafar frá Braga Halldórssyni

Bókagjöf frá Braga Halldórssyni til Vinaskákfélagsins.

Í dag 16 júní 2021 fékk Vinaskákfélagið höfðinglega gjöf frá Braga Halldórssyni, en það voru 20 bækur sem hann skrifaði um “Heimsbikarmót á Stöð 2 í Reykjavík 1988.”

Þessar bækur verða notaðar í verðlaun á skákmótum á vegum Vinaskákfélagsins og einnig í heimsóknir félagsins til Búsetukjarna, athvörfum og geðdeildum
sem gjöf ásamt skáksettum og skákklukkum.

Vinaskákfélagið þakka Braga Halldórssyni kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Kveðja, Hörður Jónasson, varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...