Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Hereford steikhús á laugarvegi, föstudagskvöld, kl. 19:30. Þriggja rétta tilboð Hereford Steikhús býður upp á Þriggja rétta máltíð alla daga vikunnar Forréttur Humarsúpa Hereford Aðalréttur 200 gr nautalund borin fram með pönnusteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu. Í boði eru tvær tegundir af sósum: Bernaise og Piparsósa. Eftirréttur Volg súkkulaðikaka með ís og berjum. Vinaskákfélagið ...
Lesa »Author Archives: Hörður Jónasson
Æfingaskákmót Vinaskákfélagsins verður á Kex Hostel, laugardaginn 19 febrúar.
Æfingaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið á Kex Hostel, laugardaginn 19 febrúar kl. 14:00. Nú styttist í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga í mars og verður þetta góð æfing fyrir þá sem tefldu fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga október sl. Allir félagar eru velkomnir og þetta skákmót er opið fyrir alla. Tefldar verða 8 umferðir með 4 + 2 mín. Mótið verður reiknað ...
Lesa »Sigurður Páll Guðnýjarson sigraði Þorramót Vinaskákfélagsins 2022.
Fyrsta Þorraskákmót Vinaskákfélagsins var haldið á chess.com, mánudaginn 24 janúar. 8 skákmenn mættu til leiks og voru tefldar 4 umferðir með 4 + 2 mín, á klukkunni. Teflt var á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid Hart var barist, þó fámennt væri, en þegar upp var staðið þá sigraði Sigurður Páll Guðnýjarson á fullu húsi. Röð 3 efstu manna var sem hér segir: ...
Lesa »Þorraskákmót Vinaskákfélagsins verður á mánudaginn 24 janúar á chess.com
Vegna samkomutakmarkana, þá ætlar Vinaskákfélagið að bjóða upp á Þorraskákmót á netinu. Þetta verður fyrsta þorraskákmót sem Vinaskákfélagið býður upp á og það verður mánudaginn 24 janúar á chess.com kl. 19:30. Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mín. Verðlaun á þorramótið: 1 sætið. Gull peningur + The Chess Saga of Friðrik Ólafsson 2 sætið. Silfur peningur + Heimsbikarmót ...
Lesa »Gauti Páll sigraði á Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins á fullu húsi.
Fjölmennt var á Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins sem var haldið á chess.com, mánudaginn 10 janúar 2022. 18 skákmenn mættu til leiks og voru tefldar 6 umferðir með 4 + 2 mín, á klukkunni. Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid Hart var barist, en þegar upp var staðið þá sigraði Gauti Páll Jónsson á fullu húsi. Röð 3 efstu manna var sem hér ...
Lesa »Nýársskákmót hjá Vinaskákfélaginu verður 10 janúar á chess.com
Vegna samkomutakmarkana þá verður Nýársskákmótið hjá Vinaskákfélaginu mánudaginn 10 janúar 2022 á chess.com kl. 19:30. Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mín. Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid Verðlaun verða sem hér segir: Gull, Silfur og Bronze verðlaunapeningar. Bækur: 1 sæti: The Chess Saga of Friðrik Ólafsson 2 sæti: Heimsbikarmót Stöðvar 2 3 sæti: Skákarfur Alekhine nr. 1. ...
Lesa »Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2021.
Í dag 13 desember 2021 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. Fámennt en góðmennt var en 9 skákmenn mættu til leiks. Elísa dóttir Halldóru Pálsdóttir forstöðukonu Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman á móti Herði Jónassyni. Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 6 vinninga eða með fullu húsi. 2 sæti ...
Lesa »Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2021.
Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram næsta mánudag 13 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið hefst klukkan 13:00 stundvíslega. Mótið er 6 umferðir með 7 mínútur á klukkuna. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Skákstjóri verður Hörður Jónasson en Róbert Lagerman er mótstjóri mótsins. Boðið verður upp á kaffi og súkkulaðiköku í hléi. Glæsileg verðlaun verða í boði og vonast ...
Lesa »