Enn eitt árlegt glæsilegt sumarskákmót hjá Vinaskákfélaginu var haldið í dag mánudaginn 25 júlí í Vin Dagsetur. Þetta árið hét mótið “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022”. 18 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist. Tefldar voru 7 umferðir með 3 mín + 2 sek., sem er nýlunda hjá Vinaskákfélaginu. Teflt var bæði inni og úti. Kamilla starfskona ...
Lesa »Author Archives: Hörður Jónasson
Meistaramót Vinaskákfélagsins verður haldið 25 júlí 2022
Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 25 júlí 2022, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Mótið heitir „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022“. Tefldar verða 7 umferðir með 3 mín. + 2 sek., á skák. Er þetta í fyrsta sinn sem Vinaskákfélagið notar þessi tímamörk. Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í ...
Lesa »Heimsókn Vinaskákfélagsins í Dvöl Athvarf í Kópavogi.
Vinaskákfélagið heimsótti í dag 23 júní 2022 í Dvöl Athvarf í Kópavogi og færði þeim töfl, skákklukku og skákbók. Þetta var fimmta heimsókn félagsins frá árinu 2020 og er áformað að heimsækja fleiri staði á árinu 2022. Þennan dag var haldið grillhátíð í Dvöl sem Vin Dagsetur í Reykjavík, Dvöl Athvarf í Kópavogi og Lækur Athvarf í Hafnarfirði komu saman ...
Lesa »Saga Vinaskákfélagsins frá maí 2018 til maí 2019.
Við byrjum þessa sögu á aðalfundi Vinaskákfélagsins 14 maí 2018. Kosnir í stjórn félagsins voru þessir: Forseti félagsins Róbert Lagerman var endurkjörinn til næstu 2ja ára. Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Varaforseti Hörður Jónasson var endurkjörinn, eins og Ritari Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, einnig Gjaldkeri Héðinn Briem. Nýir sem komu inn eru meðstjórnandi Elvar Örn Hjaltason, en ...
Lesa »Saga Vinaskákfélagsins frá maí 2017 til maí 2018.
Við byrjum yfirferð okkar frá síðustu greininni þar sem það endaði á að segja frá hverjir voru skipaðir í stjórn félagsins vorið 2017. Þá um vorið var varaforsetinn Hörður Jónasson kjörinn varamaður inn í stjórn Skáksambands Íslands, en forsetinn Róbert Lagerman hefur verið um nokkur ár Ritari S.Í og var endurkjörinn í það starf. Vorið 2017 voru miklar áhyggjur stjórnarmanna ...
Lesa »Halldór Halldórsson vann Vormót Vinaskákfélagsins 2022.
Vinaskákfélagið hélt sitt fyrsta Styrktarskákmót fimmtudaginn 9. Júní í Ölveri, Glæsibær. Mótið var glæsilegt að vanda hjá Vinaskákfélaginu og tóku 15 skákmenn þátt í mótinu. Tefldar voru 7 umferðir með 4 + 2 mín á klukkunni og var mótið reiknað til hraðskákstiga. Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipuleggari Hörður Jónasson. Halldór Halldórsson skákmaður og lögfræðingur frá Logos Lögfræðistofu kom sá ...
Lesa »Vormót Vinaskákfélagsins 9 júní 2022.
Vinaskákfélagið heldur sitt fyrsta Styrktarskákmót fimmtudaginn 9. Júní, kl. 16:00, í hliðasal í Ölveri, Glæsibær. Gengið er inn á skákstað, í kjallara hússins vestanmegin – Ölver. Skákmótið var upphaflega áætlað í kringlunni, en verður flutt hingað. Hámarkfjöldi keppenda er 30 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Þeir sem voru búnir að ...
Lesa »Kringluskákmót Vinaskákfélagsins aflýst.
Góðan daginn. Stjórn Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að aflýsa Kringluskákmóti Vinaskákfélagsins fimmtudaginn 9 júní kl. 16:00 vegna óviðráðanlegra ástæðna. Okkur í Vinaskákfélaginu þykir þetta mjög miður, en þeim sem voru búnir að skrá sig, geta haldið þeirri skáningu ef þeir vilja á mótið á Aflagranda 40 sem verður auglýst bráðlega. Í staðinn hefur verið ákveðið að halda almennt skákmót (ekki fyrirtækismót) ...
Lesa »